Stjörnur - 10.01.1950, Síða 20
EITT KVÖLD er hún kom
heim, örmagna eftir atvinnuleit
dagsins, lá fyrir henni bréf. Hún
greip það fegins hendi. Loks fékk
hún þó svar við einhverju vinnu-
tilboðinu, hugsaði hún. En gleði
hennar dvínaði, er hún sá, að
utanáskriftin var í skrifstofuna,
þar sem hún hafði verið. Bréfið
hafði síðan verið sent þaðan
heim til hennar.
Hvað gat þetta verið. Hún reif
það upp. Aðgöngumiði á nýju
Víviönnu-revyuna. Beztu kveðj-
ur frá sjálfri leikkonunni. En var
þetta þá ekki um seinan? Hafði
bréfið ekki verið það lengi á
leiðinni? Hún leit á dagsetning-
una. Sýningin var í kvöld. Gat
hún farið svona fyrirvaralaust og
það á sjálfa frumsýninguna, þar
sem fínasta fólk borgarinnar var
saman komið? Og var bezti kjóll-
inn hennar nógu góður? Hún
varð að taka strax ákvörðun. Hún
ákvað að fara.
Hún leyfði sér ekki þann mun-
að að taka einkabifreið og hún
var svo óheppin að missa af
strætisvagninum. Hún ákvað að
ganga. Ef hún gengi hratt ætti
hún að ná í tæka tíð.
Leikhússalurinn var fullskip-
aður og um leið og hún settist
voru ljósin slökkt. Hún hafði
flýtt sér svo mikið, að hún veitti
því ekki athygli fyrr en nú, að
henni hafði verið skipað til sætis
í stúku, rétt hjá hljómsveitinni,
meðal gesta leikhússins. Og við
hlið hennar sat karlmaður í kjól-
fötum.Hún sá ekki betur en að
það væri hinn frægi og vinsæli
dægurlagatónsmiður, Kurt Wi-
berg, sem æskulýður bæjarins
dáði og flestir þekktu.
En hún mátti ekki vera að því
að hugsa um sessunaut sinn og
þá undarlegu tilviljun að hún
skyldi sitja hér meðal heiðurs-
gestanna. Tónaflóð orkestursins
dundi yfir sahnn, og þegar í
fyrsta atriði revyunnar kom síma-
lagið hennar. Hún fylltist óum-
ræðilegum fögnuði. Vivianna
hafði þá litið til þess í náð sinni
og meira segja gert því svo hátt
undir höfði að hafa það fyrir aðal-
lag kvöldsins.
— Hvernig finnst yður þetta
lag? heyrði Lísa sessunaut sinn
hvísla.
Var hann að spyrja hana? Jú,
svo sannarlega. Hann laut í átt-
ina til hennar. Hún fór öll hjá
sér. En eins og sem mótvægi gegn
feimninni var hún opinskáari en
hún átti vanda til.
— Ég hef heyrt það áður,
hvíslaði hún. Og áður en hún
vissi af hafði hún bætt við: I sím-
ann minn.
— í símann yðar? spurði tón-
listarmaðurinn undrandi.
Hún kinkaði kolli leyndardóms-
full. Nú féll tjaldið og lófatakið
glumdi í salnum. Hún hafði enga
leikskrá og vissi ekki nöfn leik-
20 STJÖRNUR