Stjörnur - 10.01.1950, Side 21

Stjörnur - 10.01.1950, Side 21
endanna. Það var sem hann hefði lesið hugsanir hennar. Hann rétti henni kurteislega skrána. Næsta atriði tók þegar við og öðruhvoru var viðlagið hennar leikið. Lísa veitti því athygli að sessunautur hennar raulaði með lagið, lágt, svo varla heyrðist: „A meðal miljón kvenna er mín hin eina sanna.“ I næsta hléi gat Lísa ekki stillt sig um að hvísla í hrifningu sinni: — Hann verður áreiðanlega frægur — höfundur lagsins á ég við. — Vafalaust, svaraði tónskáld- ið. Ég hef það eftir sjálfri Vivi- önnu, sem ég þekki vel, að það sé ung stúlka, sem hann eigi það að þakka að athygli hennar beind- ist að laginu. Það skyldi þó aldrei vera þér, fröken? Lísa varð blóðrjóð í framan. Hún gat ekkert sagt. Hann hélt áfram að hvísla: — Þér megið ómöglega hætta við hálfnað verk, fröken. Ef blaðamennirnir frétta um þessa rómantísku sögu símalagsins yð- ar, væri það hin allra bezta aug- lýsing fyrir listamanninn og lagið hans .... — Nei, nei, sagði Lísa ótta- slegin, og talaði næstum því upp- hátt. — Jú þér verðið að segja frá þessu. Það megið þér til að gera, hvíslaði hann á móti, jafn ákveð- inn og áður. Það getur einmitt riðið baggamuninn á frægðar- braut hans. — O, eruð þér alveg viss um það, stundi Lísa . — Handviss, og nú fer ég fram og næ í einhvern blaðamann. Hann kemur svo og talar við yð- ur þegar sýningunni er lokið. Þér verðið að bíða okkar hér. Og hann sendi henni slíkt augnaráð að Lísu hitnaði allri af hugaræsingu .... Eða var það af einhverju öðru? Hún titraði og skalf, er hann snerti hönd hennar um leið og hann straukst framhjá. ÞAÐ VAR liðið á seinni hluta sýningarinnar. Lísa hlustaði og horfði hugfangin á allt skrautið, fögnuðinn, tónlistina og fyndni revyunnar. Að lokum var Vivi- anna kölluð fram og hyllt með lófataki, húrrahrópum og blóm- um. Svo var hrópað á höfund danslagsins. Hér og þar um sal- inn var viðlagið raulað og hálf- sungið og loks stóð hann á leik- sviðinu— og það var enginn annar en sjálfur Kurt Wiberg — sessunautur Lísu — Blóðrjóð af smán reis Lísa úr sæti sínu og fann sér fyrstu dyr út úr stúkunni. Það var hálfrökk- ur á ganginum og mannlaust. Hún vissi ekki í hvaða átt hún átti að halda til þess að komast til fata- geymslunnar. En allt í einu var STJÖRNUR 21

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.