Stjörnur - 10.01.1950, Page 23

Stjörnur - 10.01.1950, Page 23
Errol Flynn opinberar. Nýjustu jréttir herma aÖ Errol Flynn haji opinberað trúlofun sina með Evróp- iskri prinsessu. Nafn hennar vitum viÖ ekki. Hún er ekki konungsdóttir og nán- ustu œttingjar hennar eru ekki neinstað- ar við völd sem stendur, svo ekki fcer Errol hálft konungsriki með henni. * * Fyrir tveimur árum var gerð kvikmyndin „Atlantis“ og lék Maria Montez drottninguna í hina týnda konungsríki. Meðan á kvik- mynduninni stóð gekk hún ein- hverju sinni sem oftar í gegnum upptökusal einn til búningsher- bergja sinna. Hún var í fullum skrúða og vildi til það óhapp að stíga í slóðann, varð fótaskortur og datt. Þá gall við hlátur með- leikenda hennar, nokkurra þegna hennar í myndinni, er viðstaddir voru. Maria Montez „féll ekki út úr rullunni,“ hún stóð á fætur, rétti út aðra hendina og hrópaði: Háls- höggvið þá. — Síðan gekk hún hátignarlega út úr salnum. ★ * * Jean Arthur tók sér fyrir ári síðan nokkurra mánaða frí frá kvikmyndaleik til þess að geta tekið þátt í háskólanámskeiði er fjallaði um vandamál hjúskapar- ins. Hún hefur verið gift Frank Ross í 16 ár, en þau hafa ekki eignast börn. Nýjustu fréttir herma að Jean Arthur hafi sótt um skilnað. ★ * * Joan Crawford saknaði nýlega úr skrautgripasafni sínu mens er kostað hafði fjórða part úr miljón króna. Þegar lögreglan fór að rannsaka málið og yfirheyra þjón leikkonunnar dró hann menið upp úr vasa sínum og spurði: — Það er þó ekki þetta? Ég hélt þetta væri einskis virði. STJÖRNUR 23

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.