Stjörnur - 10.01.1950, Page 24

Stjörnur - 10.01.1950, Page 24
Fyrstu kynni * Sannar frásagnir * Níunda grein. Rnuðlwíl 09 óst. ÉG VAR mjög ung, næstum því barn, er fundum okkar bar fyrst saman. Það var daginn sem ég fermdist. Systir mín, sem er nokkru eldri en ég, var þá mikið með ungum og skemmtilegum piiti, sem við öll vorum mjög hrifin af í fjölskyldunni. Það var ekkert sjálfsagðara en að hann væri boðinn í fermingarveizluna mína. En rétt áður en hann ætl- aði að koma varð hann fyrir ó- væntum forföllum, og sendi nú yngri bróður sinn með boð til okkar til þess að láta okkur vita, svo að við færum ekki að bíða eftir honum. Við ætluðum einmitt að fara að hefja borðhaldið, þegar þessi ungi maður kom með skilaboðin, og spurði móðir mín hann þá, hvort hann vildi ekki borða með okk- ur í stað bróður síns. Hann hafði raunar ekkert á móti því, og var honum valið sæti á milli okkar systranna. Hann leit auðvitað á sig sem minn borðherra og lagði sig allan fram um að standa vel í stöðu sinni. Hann var hinn skemmtilegasti í viðræðu og ein- hvernveginn fannst mér það á öllu að okkur litist báðum jafn- vel hvort á annað. Hann þóttist auðvitað veroa að sjá um það, að ég færi ekki varhluta af gæð- um borðsins. Þetta gekk nú allt- saman ágætlega, unz óhappið vildi til. Hann var að rétta mér rauðkál, en þá var eins og skálin væri slegin úr höndum hans og innihald hennar steyptist niður í kjöltu mína. Hvílík skelfing! Hvíti nýi og fallegi kjóllinn minn! Ég skal ekkert segja um það hvaða kennd hefði orðið sterk- ust í hug mér, ef mér hefði ekki orðið um leið litið framan í sessu- naut minn. Þegar ég sá hversu leiður hann var yfir þessu ó- happi rann mér öll reiði. Og ég held að einmitt á þessu augna- bliki hafi neisti ástarinnar kvikn- að í brjóstum okkar og það hafi verið óhappið með rauðkálsskál- ina, sem vakti hann. Við héldum kunningsskapnum 24 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.