Stjörnur - 10.01.1950, Síða 32

Stjörnur - 10.01.1950, Síða 32
höfðu skoðað hann nokkurnveg- inn nægju sína var hann sendur heim aftur í einkabíl þeirra hjón- anna, í fylgd og umsjá barnfóstr- unnar. En auðvitað voru þau hjónin Esther og Ben enn um stund mið- depill samkvæmisins og Esther lýsti því með mörgum fögrum orðum hve hamingjusöm þau væru og heppin með öll sín fyrir- tæki, nýlega hafa þau keypt benzinstöð og veitingahús, sem þau reka og græða á. Ekki alls fyrir löngu áttu þau hjónin tveggja ára hjúskapar- afmæli. Ben hafði þá lýst því yfir, sagði Esther, að nú vildi hann eiga rólegt kvöld heima og hún hafði auðvitað fallist á það. En um kvöldið heyrðu þau allt í einu mikinn hávaða úti fyrir húsi þeirra — 25 herbergi og eldhús — og þar voru þá komnir í bílum og fjölmenningsvögnum nokkrir tugir vina þeirra, ásamt heilli hljómsveit, sem þegar hóf að leika uppáhaldslög þeirra. Síðan var haldið í veizlusal eins stærsta hótelsins í Hollywood — sem Ben hafði tekið á leigu þetta kvöld — og svo var dansað og svo fram- vegis, það sem eftir lifði nætur. Svona fara eiginmennirnir að koma konum sínum á óvart og gera þeim dagamun í kvikmynda- borginni. ★ ÞAÐ ER ekki langt síðan June Allyson hélt uppá afmælið sitt. Það voru sextán kerti í amælis- tertunni og gestirnir voru sam- mála um það, að eldri en 16 ára gæti hún ekki verið, eftir útlitinu að dæma. Flestir vita reyndar að hún er 26 ára. Hún er enn svo ung og fögur að hún þarf í raun- inni ekki að fela aldur sinn. En það heyrir nú einu sinni ekki góð- um siðum að tala um aldur kvenna og síst kvikmyndastjarna. En marga fekk hún fallega afmælisgjöfina, næstum því fullt herbergi. Einn liðurinn í veizl- unni, sem hún hélt í tilefni dags- ins, var auðvitað að skoða í pakk- ana. Og alltaf g'at June fagnað, hvort sem það var nú armband úr gulli eða falleg peysa, sem í ljós kom, en allt í einu rak hún upp undrunar og gleðihróp öllum öðrum hærri og meiri. Þegar hún hafði rifið utan af einum pakkan- um kom í ljós dálítill boxerhvolp- ur undra fallegur. Auðvitað var gefandinn enginn annar en eigin- maðurinn Dick Powell. Skríkj- andi af fögnuði, eins og skóla- telpa, sem hefur fengið verðlaun, hljóp June upp um háls mannsins síns og þakkaði honum gjöfina með mörgum kossum. Svo tók hún í framfætur hvolpsins og kyssti hann á trýnið. Fyrsti June Allyson kossinn hans, en ekki sá síðasti. Þeir, sem þekkja sögu June Allyson — Stjörnulesendur hafa kynnst henni í greinarflokk- 32 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.