Stjörnur - 10.01.1950, Qupperneq 37
um fuglaveiðar með fálkum og
ýmislegt þar að lútandi, og þegar
hún fór burtu, þá sendi hún veiði-
manninum svo undarlegt augna-
tillit, að hinn hugprúði drengur
kastaði höfðinu út á aðra hliðina,
rétt eins og lítil fjórtán ára gömul
stúlka.
Fám dögum seinna bar það við,
að frú Aðalheiður reið út í ið-
grænan skóginn á hvítum gæð-
ingi. Nú var hún ekki í gráum
búningi, heldur í fagurgrænum
floskjól, og í stað ekkju-blæjunn-
ar bar hún hatt á höfði úr savala-
skinni með hrokknum skraut-
fjöðrum. A eftir henni reið Heinz,
með fálka á úlflið sér, og augu
hans glömpuðu af ánægju.
Þau höfðu riðið þannig góðan
spöl, og kastalaturninn var löngu
horfinn sjónum þeirra, bak við
hinar laufguðu greinar birki-
trjánna. Þá leit frú Aðalheiður
um öxl sér og sagði:
„Ríddu við hlið mér, Heinz.“
Og Heinz gjörði það, sem hefð-
arkonan skipaði. Gatan var þröng,
og reiðkjóll greifafrúarinnar
straukst um kné hins unga manns.
Þannig héldu þau áfram. Það
skrjáfaði mjúklega í trjáblöðun-
um, spörfuglamir sungu, og öðru
hverju hlupu lítil skógardýr yfir
götuna. Við og við heyrðust brest-
ir frá brotnandi greinum, þegar
hjart-dýrin þutu inn í skóginn,
eða vængjaþytur fuglanna, sem
styggðust og flugu upp. Svo kom
þögn aftur, og djúp kyrð færðist
yfir myrkviðinn. í annað skipti
leit hefðarfrúin úr kastalanum til
veiðimannsins, og mælti með bros
á vörum:
Sýndu mér nú, Heinz, að þú
sért velæfður veiðimaður.
„Ó veiðisveinn hýr, það herm þú mér,
hvað hærra upp en valur og gleða fer?"
An þess að hugsa sig um svar-
aði Heinz:
„Upp svífur glcðan og haukurinn hiitt,
en hærra flýgur örninn um lofthvelið
blátt."
Frú Aðalheiður spurði aftur:
„Ó, veiðisveinn hýr, mér herm þú kær,
hvað hærra en örninn svifið fær?"
Fálkaveiðimaðurinn hugsaði
sig um í eitt eða tvö augnablik,
og svaraði svo:
„Hærra' en nokkur fuglanna fljúga má
hin fagra sól stígur um dagsali há."
Greifafrúin hneigði höfði af á-
nægju yfir svarinu, og spurði í
þriðja sinn:
„Ó, sveinninn minn elskaði, seg mér það
vin!
hvað svífur ennþá ha'rra en röðulsins
skin?"
En nú var kunnáttu veiði-
mannsins lokið. Hann horfði upp
á trjáttoppana, eins og hann
byggist við að hjálp gæti komið
frá þeim, og svo varð hann niður-
STJÖRNUR 37