Stjörnur - 10.01.1950, Side 39

Stjörnur - 10.01.1950, Side 39
greifakastalinn væri veitingahús. En Heinz skógarvörður sat ein- mana í veiðimannshúsinu, og að- eins stöku sinnum bárust honum fréttir um glaðværu skemmtan- irnar í kastalanum. Að lokum kom sú frétt, sem var allt annað en þægileg fyrir vesalings Heinz. Frú Aðalheiður ætlaði að gifta sig aftur, sagði sagan, og fréttin hljómaði eins og náklukku-hring- ing í eyrum hins unga manns. Heinz lokaði dyrunum á húsi sínu, og gekk á leið til kastalans. Þegar hann kom að fjallsrótun- um, þar sem vegurinn lá í smá- bugðum upp til kastalans, heyrði hann hófaskelli og silfurskæran hlátur, sem skar hjarta hans eins og tvíeggjað sverð. Niður götuna kom kastalafrúin á hvíta reið- hestinum sínum, og fríður heldri maður í fylgd með henni, rík- mannlega búinn, og reið hrafn- svörtum hesti og blíndi hann stöð- ugt með sindrandi augum á yndis- legu konuna við hlið sér. Þá fannst unga skógarverðinum, sem hjarta sitt myndi springa af harmi. En hann náði þó stjórn á sjálfum sér. Hann settist á stein, eins og beiningamaður, og þegar glæsimaðurinn og kastalafrúin komu í námunda, söng hann: „Sólgeislar hátt upp á himninum sjást, en hærra samt leitar hin tlulda ást.“ Riddarinn greip í tauma gæð- ingsins, benti á veiðimanninn með svipunni og spurði frú Aðalheiði: „Hvað á þetta að þýða? Hver er þessi maður?“ Roðinn hvarf af vöngum greifa- frúarinnar, en hún náði þó fljótt valdi yfir sér, og svaraði: „Það er vitskertur veiðimaður. Komdu! Við skulum flýta okkur fram hjá honum. Eg er hrædd að vera nálægt honum.“ En riddarinn var búinn að optta pyngju sína, og fleygði gullpen- ingi til mannsins við veginn. Þá rak Heinz upp hátt hljóð, og fleygði sér flötum á grúfu niður á jörðina. En greifafrúin og ridd- arinnn keyrðu hesta sína sporum og riðu á braut. Hófadynurinn var löngu dáinn út, áður en hinn ógæfusami ung- lingur reis á fætur. Hann þurkaði rykið og óhreinindin af andlitinu, þrýsti hattinum ofan yfir augun og hélt hröðum skrefum inn í skóginn. Þannig gekk hann hvíld- ar- og stefnulaust til dagseturs. Þá fleygði hann sér undir eik eina, sveipaði að sér yfirhöfninni, og svefn seig á brá hins magn- þrota manns. Aumingja Heinz svaf alla nótt- ina draumlaust, þar til nepjan vakti hann um aftureldingu. En undir eins stóð öll hans sorg fyrir hugarsjónum hans, og glotti að honum eins og hinn illi andi. „Ó, ef ég gæti gleymt,“ hljóð- aði hann. „Ef ég aðeins gæti gleymt! Það er til uppsprettulind, STJÖRNUR 39

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.