Stjörnur - 10.01.1950, Page 44

Stjörnur - 10.01.1950, Page 44
MARTHA IVERS eftir FrattJ{ Stenman >}•☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ z <* 2. AÐALHLUT VERK: ■» X * ^ Martha Ivers .... Barbara Stanwyck ^ Sam Masterton . Van Heflin jj. Toni Marachek . Lizabeth Scott ^ jj. Walter O’Neil . Kirk Douglas FJÓRÐI KAFLI Walter sat á legubekknum í svefnherbergi Mörthu og horfði í gaupnir sér. — Eg hef verið að spyrja sjálfan mig í allt kvöld: Hvað vil ég — hvað á ég að gera? Ef faðir minn væri á lífi, myndi ég hafa spurt harrn, þótt ég viti hverju hann hefði svarað: Haltu í það, sem þú hefur klófest, og gættu þess vel. Slæfðu samvizku þína, traðkaðu á henni! Veiztu annars hvað samvizkubit er, Martha? Hef- urðu aldrei verið ofsótt af martraðarsýnum, sem hafa gert þig skelk- aða? Hefur þú aldrei lifað það aftur í draumi, sem gerðist í stiganum fyrir átján árum? Og það, sem gerðist síðasta árið sem faðir minn lifði, þegar ég sem nýbakaður fylkissaksóknari lét hengja þetta fátæka manntetur? Faðir minn sat við hlið þér, Martha, og hann sagði ekki aukatekið orð. Og þú varst þögul .... Sástu ekki augnaráð manns- ins, þegar ég ákærði hann og krafðist þess af kviðdómendunum og dómaranum í nafni réttlætisins að hann skyldi hengjast fyrir hið svívirðilega morð á frú Ivers? Eg sá það. Og ég sá svipinn á andliti hans þegar dómarinn lýsti hann sekan. Eg get ekki gleymt honum, Martha .... — Það þýðir ekkert að fást um það, sagði hún. Heyrðu mig, Walter, ég held þú ættir að taka þér frí frá störfum og ferðast eitt- 44 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.