Stjörnur - 10.01.1950, Page 46

Stjörnur - 10.01.1950, Page 46
fastmælt. — Þú verður að láta ungu stúlkuna lausa. Kannski er það allt og sumt sem hann óskar, og svo fer hann leiðar sinnar. — Fer hann leiðar sinnar, hugsaði Walter. — Hversvegna skyldi hann fara leiðar sinnar fyrst hann á kost á að græða milljónir? — Við getum að minnsta kosti ekki fengið úr því skorið, hvað hann ætlast fyrir, nema með einu móti, sagði hún. Slepptu stúlkunni. Hún sendi honum augnaráð, sem gaf greinilega til kynna að þar með væri málið útrætt, sneri við honum baki og fór. En Mörthu hafði ekki tekizt að þagga rödd grunsemdanna í brjósti Walters. Hann skyldi sanna henni að hennar heittelskaði Sam væri fjárkúgari. Og síðan tók saksóknarinn til óspilltra málanna. — Ungfrú John, kallaði hann, — ég þarf að fá upplýsingar um hr. Samuel Masterton. Hann hefur hvergi fast heimilisfang, en býr á Hótel Gable. Ég þarf einnig að fá skýrslu um þá banka, sem hann hefur væntanleg viðskipti við hér í borginni, og hvaða bílaverk- stæði annast viðgerðina á bílnum hans. Og hringið þér síðan til Mc. Carthy einkalögreglumanns og biðjið hann að koma hingað eins fljótt og hann getur. Frú O’Neil biður yður að hringja. Sam braut heilann um það, hvað þessi bréfmiði, sem beið hans hér í hótelherberginu, gæti þýtt. Síðan brosti hann og lagði af stað fótgangandi til hins ríkmannlega borgarhverfis þar sem hið gamla skrauthýsi þeirra Mörthu og Walters stóð. Það var eins og að ganga á vit bernsku sinnar. Hann kannaðist við allt, hvert götuhorn opnaði honum heima fulla af minningum. Og þegar yfirþjónninn opnaði fyrir honum varð honum að brosa þegar hann minntist þess, hvernig Sam litli hafði neyðst til að klifra upp brunastigann, þegar hann langaði að tala við Mörthu. Honum var vísað inn í bókaherbergið, og litlu síðar kom Martha. Hún var mjög aðlaðandi, klædd smekklegum heimakjól. — Ég fékk boðin frá þér á hótelinu, sagði hann. — Það stóð á miðanum að ég ætti að hringja, en ég bjóst við að þú kysir heldur að ég kæmi jálfur. — Já ,sagði hún: — Mig lagaði að spjalla dálítið við þig. Þú verður að segja mér hvað drifið hefur á daga þína öll þessi ár. — Sjálfsagt, sagði hann. — Við skulum sjá, sagði hún. Við getum þá byrjað á deginum 46 STJÖRNUR

x

Stjörnur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.