Stjörnur - 10.01.1950, Side 47

Stjörnur - 10.01.1950, Side 47
sem þú fórst héðan. Það var 27. september fyrir átján áum síðan, og .... Hann virti hana fyrir sér hissa. — Hvernig geturðu munað daginn svona nákvæmlega? — Hversvegna skyldi ég ekki gera það? sagði hún og horfði í augu hans. Það var eitthvað í augnaráði hennar, eitthvað ögrandi, líkt og hana langaði að segja honum hversvegna hún mundi þetta svona vel. Hann leit undan og litaðist um herbergið og fór að tala um eitthvað annað. — I þá daga, sagði hann, fannst mér þetta herbergi hljóta að vera fínasta herbergið í heiminum. — Það var hryllilegt, sagði Martha. Hún vildi hafa allt svo dimmt og drungalegt og innibyrgt og ljótt.“ — Hún — þú átt við móðursystur þína, frú Ivers? Hún kinkaði kolli og stóð upp. — Hér er miklu viðkunnanlegra núna, finnst þér það ekki? Komdu, ég ætla að sýna þér hvernig við höfum breytt hinum herbergjunum. Meðan þau reikuðu milli herbergjanna sagði hún honum frá sjálfri sér. — Þegar frænka mín dó ætluðu fjárhaldsmennirnir að loka hús- inu og senda mig í heimavistarskóla, en hr. O’Neil .... — Hr. O’Neil, greip hann fram í fyrir henni. — Þú talar svo hátíð- lega um manninn þinn. Hann tók eftir að hún hikaði við, líkt og hann hefði snert auman blett. — Ég átti við föður hans, sagði hún. — Hr. O’Neil var heimilis- kennari minn. Þú manst kannski eftir honum? — Já, mjög vel. — Eftir að frænka dó bjó hann hér ásamt Walter. — Það var skemmtilegt. — Já, finnst þér ekki, sagði hún og opnaði vængahurð. — Þetta er herbergi Walters. — Það er inndælt. Falleg húsgögn, sagði hann. — Nú ,þeir bjuggu þá hérna — ásamt þér? Hún kinkaði kolli. — Að fáum árum undanskildum, þegar ég var í skóla. Hr. O’Neil var þeirrar skoðunar, að ég hefði gott af að skipta um umhvefi um tíma. — Mér skilst að faðir Walters hafi annast búsforráðin? sagði hann. STJÖRNUR 47

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.