Stjörnur - 10.01.1950, Qupperneq 48
— Já, hann annaðist allt, sagði hún þurrlega.
— En þér geðjaðist kannski ekki að því?
Hún svaraði ekki. Hún opnaði dyrnar að borðstofunni og sýndi
honum hana.
— Hér geta margir setið til borðs, án þess að þröngt verði á þingi,
sagði hann .— Já, þú átt fallegt heimili, Martha ,stórt, en þó aðlað-
andi. En hvað ég vildi mér sagt hafa — hvenær giftuð þið ykkur?
— Hversvegna ég giftist honum? sagði hún. Æ, þú spurðir hvenær.
Þegar ég kom úr skóla.
— Og hversvegna? hélt hann áfram.
Hún stansaði við stigann, sem var lagður marmara og með út-
skornu handriði. — Eigum við að líta á herbergin uppi? Og svo er
víst komið að þér að segja frá.
Hún hafði ekki svarað síðustu spurningu hans og hann krafði
hana ekki um svarið.
— Eg er eins og opin bók, sagði hann brosandi. — Ég strauk með
fjöllleikaflokknum, eins og þú manst. Ég eignaðist marga vini meðal
dýranna og leið prýðilega. Ég nurlaði saman peningum og keypti
nokkur dýr. En sá böggull fylgdi skammrifi að þau þörfnuðust um-
hirðu. Svo seldi ég þau og yfirgaf flokk'inn og fór í þess stað að
fást við menn. Það gekk betur. Ég er fjáhættuspilari, og ég á bæði
vini og óvini og ....
Hann þagnaði snögglega. Hún hafði opnað dyrnar uppi og hann
þekkti aftur herbergið hennar. Hann brosti, því minningarnar flykkt-
ust að honum.
— Þetta er eina herbergið sem ég hef ekki breytt, sagði hún.
Hann gekk inn í herbergið og litaðist um. Hann veitti því athygli
að hún lokaði dyrunum að baki þeirra og honum geðjaðist ekki að
því .Hún bauð honum vindling. Hann erti hana með brúðunni, sem
enn sat á borðinu undir glugganum. Og glugginn — sem hann skreið
inn um síðasta kvöldið. Hann mundi að Walter hafði opnað hann
fyrir honum.
— Manstu þetta allt? sagði hún. Manstu hvað voru ægilegar þrum-
ur það kvöld? Ég var alltaf hrædd í þrumuveðri, en það grunaði
þig aldrei. Ég vildi vera eins og þú — hræðast ekkert. Manstu það?
Hún greip hönd hans — í rödd hennar var seiðandi hreimur, og
augu hennar leifruðu þegar hún horfði á hann. Sam varð ónotalega
við. Hann grunaði að hún væri að reyna að byggja brú yfir þessi
átján ár og vildi sýna honum, að hún hefði ekki breytzt gagnvart
48 STJÖRNUR