Stjörnur - 10.01.1950, Side 50

Stjörnur - 10.01.1950, Side 50
Að opinbera ... Framh. af síðu 2. Stirnir eða Aróru og biðjum um hlut- lausan dóm. Llndirskrift Vinur. SVARIÐ verður stutt. Stimir og Áróra hafa bæði rætt málið og kemur þeim saman um að ráðleggja piltinum að draga það í lengstu lög að opinbera. Okkur skilst að um sambúð og hjúskap geti ekki orðið að ræða fyrr en eftir nokkur ár, bóndaefnið enda ekki komið á löglegan giftingaraldur fyrr en eftir 4 ár. Það er ekki venjulegt hér á landi að vera mörg ár í festum. Opinberun er ekk- crt annað annað en auglýsing gefinna heita og ákvörðunar um hjúskap í ná- inni framtíð, reynslutími. Bindi ekki ltönd ástar og trúnaðar eru opinber heit einskisvirði. Hin ungu hjónaefni vita nú hvað þau viija. Það ú að vera þeim nóg. Næstu ár eru mikill þroskatími. Ef vel fer, vilja þau enn hið sama eftir tvö, þrjú ár. Þá þekkja þau bæði hvort ann- að og lífið betur en nú. Það er ekki vfst að það breyti neinu um ákvörðun þeirra. En það gæti samt hugsast, að þroski þeirra og lífsviðhorf hefðu svo mjög orð- ið önnur, að þciin yrði ljóst cftir nokkur ár, að þau hefðu ekki valið rétt.. Þá væri auðveldara að gera hið rétta ef ekkert hefur verið formlega opinberað. Að opin- bera trúlofun sína of snemma getur leitt hennar þráðu kossa hans. Honum féll þetta illa, en ekki hafði honum fallið betur við skapæsinginn sem hafði gripið hana áðan. — Vegna minningar okkar, sagði hún. — Já, vegna minninga okkar, sagði hann. Hann kyssti hana. Hún reyndi að halda honum föstum, reyndi að yfirbuga andspyrnu hans, en hann ýtti henni frá sér á sama hátt og hún hafði forðast kossa Walters í gærkvöldi. — Vertu sæl, Martha. Hún horfði á eftir honum. Hann sneri sér við í dyrunum og kink- aði kolli. Nú færi hann, hugsaði hún. Ég afber það ekki! En hann skyldi ekki fá að fara. Hún gæti ekki séð af honum. Hún gekk að símanum. Hún hringdi til verkstæðis Dempseys. — Þér talið við frú O'Neil, sagði hún. Þér eruð að gera við bíl fyrir hr. Sam Masterton? Ég ætlaði bara að tilkynna yður að þér þurfið ekki að flýta yður með hann. Þegar hr. Masterton hringir og spyr eftir honum, þá er hann ekki tilbúinn. Já, annað var það ekki, hr. Dempsey. Dempsey lagði frá sér heyrnartólið og gretti sig. — Hérna fáið þér tillegg í skýrsluna yðar, sagði hann við Mc Corty leynilögregluþjón, sem var staddur í verkstæðinu. Frú O’Neil æskir þess að hr. Masterton yfirgefi ekki borgina — ekki að svo stöddu. Frh. í næsta hefti. 50 STJÖRNOT

x

Stjörnur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjörnur
https://timarit.is/publication/1910

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.