Víðförli - 01.09.1947, Síða 6

Víðförli - 01.09.1947, Síða 6
132 VÍBFÖRLI þrautum þessa heims er oss leyft að lifa sem börn hinnar komandi aldar, í trú, kærleika og von. Fyrir trúna með- tölcum vér Guðs eilífu elsku í Kristi; fyrir kærleikann flytj- um vér hana áfram með gagnkvæmri þjónustu, og í voninni um Guðs dýrð getum vér „hrósað oss í þrengingunum“. (Rom. 5, 2—3), því þrengingarnar heyra einnig til þeim vegi, sem Guð vill leiða oss um inn í dýrð sína. Slík er hin sæla von, sem vér eigum í trúnni á drottin vorn Jesúm Krist“. Höldum því fast við hann, sem er höfuðið (Kól. 2,19). „Höldum fast við játning vonar vorrar óbifanlega, því að trúr er sá, sem fyrirheitið hefur gefið; og gefum gætur hver að öðrum, til þess að hvetja oss til kærleika og góðra verka. Og yfirgefum ekki vorn eigin söfnuð, sem sumra er siður, heldur uppörvum hver annan, og það því fremur, sem þér sjáið að dagurinn færist nær“. (Hebr. 10,23—25)“. Síðan ræðir um aldirnar tvær. Þá gömlu, er menn lifðu undir lögmáli syndar og dauðadómi án Krists, og hina kom- andi, er hófst með hjálpræðisverki Guðs í Kristi, og inngang- urinn endar á þessum orðum: „Þannig er hinn kristni mað- ur borgari tveggja veralda. T Adam heyrir hann til hinum gamla heimi og er undirorpinn lögmáli hins óendurleysta mannkyns. í Kristi heyrir hann til hinni komandi öld og er meðlimur kirkju Krists — líkamans, hvers höfuð Krist- ur er. Svo lengi sem hinn kristni lifir í heimi þessum, verður hann þess vegna að iifa í stöðugri baráttu gegn synd og öllu eðli hins gamla heims, enda þótt afl hans sé brotið af Kristi. Þessi tvískipting mun vara utvz hin komandi öld fullkomnast í dýrð“. 2. Guðs orð. Vor lútherska kirkja tekur hjálpræðisboðskap sinn úr vitnisburði Ritninganna. TTinar helgu ritningar Gamla- og

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.