Víðförli - 01.09.1947, Side 7
í'RÁ KIRKJUÞINGINU í LUNDI
133
Nýjatestamentisins eru einka heimild og regla þess boð-
skapar, sem kirkjan á að flytja. Kenning fagnaðarboðskap-
arins getur aðeins varðveitt sinn kristilega hreinleik með
ófrávíkjanlegum trúleik við hið guðlega orð.
Ritningin í heild vitnar um Krist (Jóh. ð, 59). Gamla-'
testamentið vitnar um Krist sem þann „er koma skal“, og
mikilvægi þess verður aðeins skilið í ljósi Guðs fullkomnaða
verks í Kristi, sem Nýjatestamentið vitnar um. Og hinsveg-
ar verður Nýjatestamentið aðeins skilið í sambandi við hið
gamla, sem uppfylling þeirra fyrirheita, sem þar eru gefin
oss. Þannig hefur allt miðdepil sinn í Kristi. I honum mætist
hið fyrirheitna verk Guðs og hið fullkomnaða verk hans í
fyllingu tímans. Ritningarnar eru vitni um þetta Guðs verk,
en vitni, sem í sjálfu sér er verk, þ. e. framhald á verki Guðs,
sem allir hlutir eiga sitt upphaf í. Sjálf prédikun boðskap-
arins ber það í sér, að Guð fylgir eftir verki sínu gegnum
oss og meðal vor. Þegar fagnaðarerindið verkar, leysir Guð
manninn úr böndum myrkursins og leiðir hann inn í hið
nýja mannkyn, en Drottinn þess og höfuð er Kristur.
Þar eð Ritningarnar eru boðskapur um hlut, sem raun-
verulega hefur orðið í tilveru vorri, um verk, sem Guð hefur
fullkomnað oss til sáluhjálpar, er það hin brýnasta nauðsyn,
að þessi boðskapur haldi mikilvægi sínu og nái til vor ó-
breyttur.---------Þegar Guð í Kristi býður oss friðarsátt-
mála sinn, verðum vér að meðtaka hann alveg ei'ns og hann
er fram boðinn, og vér megum ekki draga út úr honum
hluti, sem innblásnir eru af vorum eigin hugsunum eða ósk-
um.
Því verður rétt og sönn útlegging Ritninganna höfuðatriði.
Boðskapurinn um verk Guðs í Kristi, kunngjörður af Ritn-
ingunum, er fastur og skýr. Hann ruglast einungis við það,
þegar menn við skýringar hans, ganga út frá eigin hugsun-
um og óskum og leyfa þeim að yfirtroða hina augljósu
meiningu Ritninganna. I sögu kirkjunnar hafa menn oft
leitað dýpri meiningar bak við boðskapinn, í stað þess að