Víðförli - 01.09.1947, Page 22

Víðförli - 01.09.1947, Page 22
148 VÍÐFÖRLI hennar styrkist, en veiklist ekki, að hver læri af reynslu annarr- ar jafnframt því, sem hver ávaxtar sitt pund svo sem Guð gefur náð til. íslenzka kirkjan er lítiil sproti á stóru tré, kvistur á grein, sem heitir evangelisk-lúthersk kirkja, en sú grein aftur á meiði hinnar almennu kirkju. Játningar vorar eru ytra tákn þessarar einingar. Það er vitanlega alveg rétt, að vér lúturn engurn erlendum kirkjuhöfðingjum. Kirkja íslands er frjáls. Vér þurfum ekki að hlíta erkibiskupsboðskap um trúarskilning. En vér erum ekki svo frjálsir, að vér þurfurn ekki að fara að lögum almennra raka og staðreynda. Vér höfum málfrelsi á alþjóðavettvangi. Þar getum vér kvatt oss hljóðs um skilning á trúaratriðum og túl'kun þeirra, um eðii og gildi játninga, um það, hvað felst í hugtakinu „evangelísk-lúthersk kirkja“. En hitt er oss ekki 'fært að úrskurða slíka hluti án þess að heyra annarra manna rök og álit. Meðan þjóðkirkja íslands heitir evangelisk-lúthersk kirkja, þá er hún það, sem i þessu hugtaki jelst að almennum skilningi, alveg eins og hvítt er hvítt á íslandi og tveir og tveir fjórir. Vér getum ekki á eindæmi lagt alveg nýja merkingu inn í hugtök, sem eru alþjóðleg, og ekki heldur samþykkt, að þau skuli ekki hafa neina merkingu. Slíkt er ekki aðeins að slíta tengslin við trúfélag kristinna manna, heldur að segja sig úr lögum við siðmenninguna. En sé hinsvegar sagt, að hér sé ekki evangelisk-lú thersk kirkja, þá er það í andstöðu við handbók og stjórnarskrá og lög- 'leysa. Og væri þetta heiti niður fellt og íslenzka kirkjan jafn- framt slitin úr sambandi við fortíð sína og trúbræður annarra landa, þá væri hér stofnuð ný kirkjudeild og yrði að skilgreina sérkenni þeirrar nýsmíðar, ákveða henni játningagrundvöll. Mun nokkur hugsa til slíkra stórvirkja á íslandi? Væri svo, þá væri vert að hugsa alvarlega út í, til hvers slíkt myndi leiða, bæði hvað snertir kirkjuna innanlands og aðstöðu hennar út á við.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.