Víðförli - 01.09.1947, Síða 24
150
VÍÐFÖRLl
Öll náðarmeðul kristinnar kirkju, þ. e. bænina, lestur Ritning-
arinnar og hin heilögu sakramenti, getum vér að vísu haft um
hönd utan kirkjuveggjanna og einslega; en í nútíma þjóðfélagi
eru þau vé, sem kristnum söfnuði eru búin innan kirkjuveggj-
anna, áreiðanlega hentugasti staður, ef ekki hinn eini, þar sem
vér getum öll á einum stað og á einni stundu verið samhuga í
þjónustunni við þann Guð, sem gaf oss lífið sjálft. Vel byggð
kirkja getur því það hús eitt talizt, er hefur þau gögn og gripi
og skipan alla, að þessi þjónusta safnaðarins megi fara fram sem
sæmilegast. Þar verður óspillt auga að sjá þá fegurð, sem því
-er áskapað að þrá, þar verður eyrað að heyra þá tóna, sem
yndislegastir eru og hjartað að skynja þá sælu, sem samfélag í
Guði eitt getur veitt.
Það lætur að líkum að rita má á marga vegu um svo yfirgrips-
mikið mál, sem þetta, t. d. bæði á sögulega vísu, listfræðilega og
„liturgiska“. Ekki mun ég þó, í þessum skrifum mínum, þræða
stigu þessara einstöku fræðigreina um undralönd kirkjufræð-
anna (ecclesiologi), heldur hef ég valið mér þann sjónarhól,
sem mér er viðráðanlegri og víðsýnna er frá, sem sé þann, að
setja sem svo, að við, ég og þú, lesandi minn, ættum sæti í
byggingarnefnd einhverrar íslenzkrar kirkju, og ættum að
reisa af grunni guðshús, er miðað væri við staðhætti og þjóð-
hætti. og búa það svo gripum, skrúða og bókum, að í fullri
hlýðni væri við þau orð í 1. Kor. 14, þar sem „Sankti Páll skipar
skyldu þá“, að „allt fari fram sómasamlega og með reglu“.
2. Söfnuðurinn, fé hans og föng.
Tvennar eru þær ytri ástæður, er mestu ráða um staðsetningu
kirkjunnar, stærð hennar og gerð á ýmsa lund. Er önnur þeirra
fjöldi sóknarmanna og hversu þeir eru í svieit settir, en hin að-
staða þeirra og aðferðir við að afla kirkjubyggingunni fjár og
fanga. Full ástæða hefði því verið að gera þessum atriðum góð
skil í pistlum þessum, enda þótt það verði aðeins lauslega gert
að sinni. Ber hér einkum til, að allmikil óskipan virðist mér