Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 25
UM KTRKJUR OG BÚNAÐ ÞEIRRA
151
ríkja á landi voru um þessi efni. Sumar sveitir, þar sem áður
voru fjölmennar sóknir, eru nú að auðn komnar fyrir mann-
fæðar sakir. En annars staðar er nú þéttbýli, þar sem áður
var varla byggt ból. Þá hafa og samgöngur víða breytzt svo
mjög til batnaðar á síðari árum, að suins staðar má nú aka um
heilt prestakall á skemmri tíma en áður varð farið um eina sókn.
Þessar breyttu aðstæður krefjast að sjálfsögðu breytinga á
skipan sókna og prestakalla á landinu og þar með á staðsetn-
ingu kirkju og prestsseturs innan sóknar og prestakalls. Mál
þessi munu v.era eitthvað til athugunar hjá kirkjustjórn lands-
ins og verður vart um þau fjölyrt hér til gagns, fyrr en á þau
er komin fastari skipan og hentari þjóðhögum, eins og þeir nú
gerast. Yið alla nýskipan í þessum efnum verður þá fyrst og
fremst að hafa í huga heill og þarfir heilagrar kirkju, skynsam-
lega íhaldsemi og virðingu fyrir fornum helgistöðum. Margir
eru þeir staðir á íslandi, sem oss væru óhugsandi öðruvísi en
sem kirkjustaðir og prestssetur sakir sögu sinnar og staðar-
heigi. Nægir þar að benda á hina fornu biskupsstóla, Skálholt
og Iíóla. Hinu skyldi þó íslenzk kirkja aldrei gleyma, að 'hún
er enn stríðandi kirkja og verður því að hafa stöðvar sínar,
vopn og verjur á þeim stöðum, þar sem þeirra er mest þörf
hverju sinni.
Um fjármál kirknanna er svipaða sögu að segja. Sem kunn-
ugt er, gera lög svo ráð fyrir, að söfnuðir landsins reisi kirkjur
sínar frá grunni hver um sig og haldi þeim síðan við á sinn
kostnað. Hins vegar er það Ijóst hverjum þeim, sem kunnur
er í sveitum landsins, að siíkt er ofraun fámennum söfnuðum
og félitlum, eigi smíði kirkjunnar og viðhald að vera sæmilegt.
Augljóst er og, að bágborin er sú búmennska að láta 70—80
manna söfnuð reisa kirkju af vane.fnum sínum, sem svo er
vanhugsuð og vanviðuð öll, að hún á sér enga aldursvon eða
gagnsmuna, hvorki á veraldlega vísu né andlega.
Eins og nú er komið málum með þjóð vorri, má sú leið telj-
ast vænlegust til þrifnaðar byggingarmálum þjóðkirkjunnar,
að ríkið styrki kirkjubyggingar að svipuðum hluta og skóla-