Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 27

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 27
UM KIRKJUR OG BÚNAÖ ÞEIRRA 153 Auk þessa er slík einkasala á listrænum vierðmætum, sem frv. gerir ráð fyrir, næsta óviðeigandi og ekki vænleg til þroska, hvorki fyrir skapendur íslenzkra lista né njótendur. Mætti vel Iíkja henni við þá firru, ef ríkisvaldið skyldaði bókasöfn þau og lestrarfélög, er það styrkir, til þess að kaupa aðeins bækur eftir þann höfund einan, er það til tæki. Engum dytti víst slíkt í hug. En hvers á kirkjan að gjalda? Hins vegar verður það að teljast eðlilegt og sjálfsagt, að lög- mæt yfirvöid samþykki uppdrætti þeirra kirkna, er það styrkir. Mætti þá t. d. kveðja til þess húsameistara ríkisins, einn mann úr hópi presta, er fróður væri um gerð og búnað kirkna, og hinn þriðja, er samtök íslenzkra húsameistara tilnefndi. Ég hef nú drepið lauslega á hið helzta, er áhrif hefur á stærð kirkna og gerð, eins og þær nú tíðkast með oss Islendingum. Að vísu hefði ég kosið að geta rætt þau efni nokkru nánar, en þess er ekki kostur, svo að gagni komi, sem stendur. Veldur því, sem áður er sagt, óskipan sú og vaxtarverkir, er þjá oss Landa nú í þessum efnum sem svo mörgum öðrum. En þegar til þess kemur að fella fjármál kirkjunnar í fastari skorður en þau eru nú í, vona ég, að þeir, sem þá ráða fyrir fé kristinna manna í landinu, geri sér vel ljóst, að íslenzkir söfnuðir hafa of lengi keypt kirkjur sínar „með höllu keri og hálfum hleif“. Slíkt eru ill sonargjöld þeirri kirkju, sem er oss „kristnum móðir“. Færi því vel á, að vér byrjuðum þegnskap vorn í hinu unga lýðveldi með því að gerast föðurbetrungar um aðbúð að þeirri veglegu stofnun, er langfeðgar vorir veittu viðtoku á Þingvelli við Oxará fyrir nærri tugi alda. Frh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.