Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 30

Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 30
156 VÍÐFÖRLI og Nagasaki. Öllum var ljóst, að nú mundi þegar draga að styrjaldarlokum. En það var enginn sigurfögnuður í radd- blæ eða svip fólksins, þegar það las blöðin eða ræddi sín á milli um það, sem orðið var. Og einhverjir þeirra vísinda- manna, sem unnið höfðu að kjamorkurannsóknunum, létu hafa eítir sér þessi orð: Við vonuðum í lengstu lög, að þetta væri ekki hægt. En við urðum að gera skyldu olckar. Og nú höfum við afhent mannkyninu þetta. Nú verður það að ráða við sig, hvort það vill lifa eða deyja. Eg minnist teikn- ingar í einu dagblaðinu. Hnatthvelið, jörðin, svífur í geimn- um í kaldri morgunskímu. A henni er lítið, nakið barn á fjórum fótum. Fyrir framan það fullorðinn maður í einkenn- isbúningi rannsóknarstofunnar. Hann heldur á lítilli kúlu. Barnið er mannkynið, kúlan kj arnorkusprengjan. Maðurinn segir: Viltu leika þér, litli vinur, að falégum bolta? Um- hveríis boltan eru skráð orðin: Líf eða dauði. Barnið horfir stórum óvitaaugum á furðuverkið. Hvað verður um þenn- an litia, nakta líkama, ef það fer að rjála við þennan hlut? Og hvað verður um hnöttinn? Slíkt bjó mörgum í hug, þeg- ar fregnin barst um þennan mikla sigur snillinnar og tælcn- innar. Síðan eru sem sé tvö ár. Hiroshima og Nagasaki enn- þá það eina, sem vitnar um notkun og nýtingu þessa sigurs. En í umræðum manna, sem öðrum framar bera ábyrgð á afdrifum hnattarins, um þennan galdur, hefur verið helzt til mikill hergnýr. Það fór hrollur um mig fyrir tveim árum, þegar ég hugsaði til þess, ef óvitinn tæki boltann voveif- lega sér í hönd. Það, sem síðan hefur gerzt í heiminum, hefur ekki hrist þann hroll úr mér. Síður en svo og þvert á móti. Enginn hugsandi maður kemst hjá að spyrja: Hvers vegna þarf þetta að vera svona? Hvers vegna óttast mannkynið sjálft sig, skelfist sigra sína og möguleika? Og mun ekki flestum efst í hug að svara: Þetta þarf alls ekki að vera svona. Eða hvað? Er þetta eðlilegt? Er þetta óhjákvæmi- legt? Erum vér ekki allir undir niðri sannfærðir um, að þetta séu mistök, stórkostleg, ægileg? En í hverju eru þau fólgin?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.