Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 31

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 31
HVAÐ ER MAÐURINN? 157 Og hver eru ráðin til úrbóta? Þessar spurningar benda allar til einnar og sömu meginspurningar: Hver er maðurinn? Hver eru tilverurök hans? Er hann annað en blaktandi vitskíma, sem tendrazt hefur af tilviljun og blindum kynj- um í efni þessarar plánetu, eða fáránlegur fléttingur stjórn- lausra lífsfýsna, sem bera eyðingu sína í sjálfum sér? Væri þá undarlegt, þótt mennirnir reyndust „veraldarinnar Phaetontes“, en svo nefnir meistari Jón eftir fornum slysa- manni þá ofsamenn, sem „hvorki þekkja Guð né sjálfa sig“ og hrapa því dýpra sem þeir komust hærra. Freud, brautryðjandi nýrrar sálfræði, talar einhvers stað- ar urn það, að vísindin hafi flæmt manninn úr þrem hásæt- um, sem hann hafi reist sér og þótzt góður af. Fyrsta há- sætið hrundi, þegar Koperníkus leiddi þau sannindi í ljós, að jörðin hefur annan sess í alheimi en menn höfðu haldið. Bústaður mannsins var ekki öndvegi sólkerfisins, ekki drottning stjarnanna, konungi sköpunarverksins hafði ver- ið vísað til sætis á óæðra bekk í alheimi. Þar næst kom Dar- win og velti um koll öðru hásætinu. Maðurinn hafði þó aldrei efast um, að hann væri sérstök forréttindavera á jörð. Nú kom í Ijós, að hann var ekki annað en hlekkur í ómælanlegri þróun, afbrigði í dýraríkinu. Loks kemur svo Preud sjálfur og tekur síðasta og glæsilegasta vígið. Mað- urinn hafði taiið það óvéfengjanlegt aðal sitt, að hann væri vitsmunavera, léti leiðast af ijósi skynseminnar, dómgreind og rökvísi stjórna athöfnum sínum. Nú varð hann að beygja sig fyrir þeirri staðreynd, að hann lýtur í raun og veru blindum öflum, sem hyljast undir yfirborði vitundarlífsins, hann stjórnast af ópersónulegri lífshvöt, af libido. Ef maðurinn er þetta, hvers er þá að vænta? Til hvers er þá að ætlast? Bók hefur þessi sami Fremd skrifað, þar sem hann ræðir um vanlíðan nútímamannsins, menningar- lífið sé honum helsi og kvöl. Hann sé í ómeðvituðu, duldu uppreisnarástandi gagnvart því umhverfi, sem hann hefur skapað sér. Og enn talar sami raaður um bKnda og hatramma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.