Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 33

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 33
HVAÐ ER MAÐUEINN? 15!) Vegna hvers? Hvað er maðurinn? Keppinautur eða bróðir? Takmark í sjálfum sér eða tilgangslaus tilviljun? Gáta, sem á einhverja hinztu ráðningu, eða grátbroslegt spurningar- merki? Hvað er maðurinn, hvað er líf hans? Er allur fjöld- inn til annars borinn en að vera þrælar, nafnlaus hjól í stórri vélasamstæðu, sem slcapar auð, til þess að einhverjir geti notið lífsins, til þess að menningin geti blómgazt, til þess að þjóðin geti orðið voldug, til þess að verða nokkurs konar teðsia jarðvegsins, svo að ofurmennið eða ofurþjóð- in geti notið sín? Hverju hefði Nietzsche svarað, átrúnaðar- goð síðustu aldar? Og hverju væri hér til að svara út frá sjálfri sér samkvæmri lífsskoðun á grundvelli darwinism- mans? Stefnir ekki þróunin að því að hinn hæfasti lifi, hinn sterkasti verði ofan á? Lúta mennirnir ekki lögmáli alls lífs, sem berst blóðugum klóm og tönnum í grimmum sjón- leik, sem engínn veit, hver hefur fært á svið og því síður hvers vegna, — líklega þó til þess, að einhverntíma í hul- inni framtíð rísi eitthvert enn furðulegra afbrigði upp úr dufti jarðar en þetta tvífætta skrímsli, sem heitir maður. Tað gerir aðeins nokkurt strik í reikningana, ef náttúru- valið skyldi verða svo víxlað, og það einmitt á þessari frægu öld, að hinn sterkasti slysist á að sprengja undan sér höttinn. II. I innganginum að grundvallarlögum hinna Sameinuðu þjóða segir svo: Vér viljum „aftur leggja áherzlu á hin grundvallandi réttindi einstaklingsins, á tign og gildi hins einstaka manns“. Góð er þessi yfirlýsing. En er ekki slík stefnuskrá sem þessi andvanafædd, ef hiín á ekki stoð í lífsskoðun mannanna, ef hún getur ekki skírskotað til vit- undar, sem sé a. m. k. talsvert almenn og töluvert sterk? Þessi yfirlýsing eins og fleiri góðar undanfarið, er auðvitað beinlínis stíluð gegn hinum sigraða óvini, nazismanum. Því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.