Víðförli - 01.09.1947, Side 39
HVAÐ ER MAÐURINN?
105
lega einu dæmi mannkynssögunnar allrar um baráttu fyrir
mannréttindum, mannhelgi, mannúð? Og hvernig víkur því
við, að nákvæmlega á sama tíma sem Evrópa er að afkristn-
ast hröðum skrefum, sprettur upp mannfyrirlitning og
mannkynsfjandskapur slíkur, sem ekki hefur átt sinn líka
síðan á dögum Nerós?
Er maðurinn mold aðeins, eða er hann hugsun skapara
síns, er hann aðeins dýr, eða er hann Guðs barn í ókvörðun
sinni, er hann væntanleg ormafæða eða umsækjandi um
eilíft líf, er hann ábyrgðarlaust náttúrufyrirbæri eða ber
hann ábyrgð fyrir eilífum réttlætisdómi höfundar síns?
Hvað er maðurinn? Spurningin sker úr um það, hvort þessi
hnöttur á að verða þrælastöð og samkunda vitfirringa á
blindu sjálfsmorðsflani, eða hvort hin tvíræða skíma, sem
um hann leikur, á að hækka og verða að degi.