Víðförli - 01.09.1947, Page 43

Víðförli - 01.09.1947, Page 43
ORÐ ERU DÝR 1(50 ]>ví að gera mannfólkið að æpandi skríl í stað hugsandi og skynjandi manna, sem séu dómbærir á málefni og þar með atltvæðisbærir í raun og veru. Það er í senn fróðlegt og óskemmtilegt að kynna sér, hvernig Islendingar hugsa og tala og skrifa t. d. um utanríkismál nú. Engum líðst að gera tilraun til að taka þar sjálfstæða afstöðu út frá skiln- ingi sínum á íslenzkum málstað. Það verður að kúska hvern mann undir eitthvert flokksmerki eða slagorð. Þegar orðinu hallar í garð Ameríku, ríður af reiðarslagið: Þú ert komm- únisti, þú vilt láta Eússa gleypa heiminn. Og gífuryrði landráðabrígzlanna á hina sveifina láta þá ekki sitt eftir liggja. Undir forustu blaðanna og leiðtoga í stjórnmálum eru nú nálega allir Islendingar dregnir í dilk landráðanna, til austurs eða vesturs. Hver von er til þess, að ísland haldi sjálfstæði, ef þessi níðhöggur slagorðanna og svívirðing- anna á að leika lausum hala við rætur þjóðmeiðsins? Vér segjum löngum, að tungan sé fjöregg sjálfstæðisins. En það eru marg'vísleg málspjöll til. Tungan saurgast af fleiru en útlendum slettum. Stjórnmála-baráttan, — sem þó er tæp- lega réttnefnd stjórmnála- barátta, því hún minnir oft meir á geðveiki en baráttu manna, sern að vísu greinir á, en eru ábyrgir orða sinna og gjörða — þessi svo kallaða barátta hef- ur farið verr með mál og hugsun Islendinga en nokkur út- lend áhrif gerðu nokkru sinni á öldum niðurlægingarinnar. Martin Niemöller og' norski greinarhöfundurinn eru að súpa seyðið af þeirri þróun, sem hér er ekki enn komin á sama stig en er í fullum gangi. Eg rakst á setningu eftir erlendan málfræðing. Hann skrifar um málvöndun og ræðir í því sambandi um blót, eðli þess og áhrif á málið, bendir á, að blótsemi stafar af andlegri örbirgð, af skorti á hæfileika til þess að tjá hugsan- U' sínar. Blótmaðurinn er í rauninni orðlaus og því grípur hann til ómerkra upphrópana. í greinargerð sinni fyrir beitingu blótsyrða segir höfundur: „Kona blótar ekki í eig-

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.