Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 44

Víðförli - 01.09.1947, Qupperneq 44
170 VÍÐFÖRLI inlegri merkingu orðsins“. „Yfirleitt blóta menn ekki í návist kvenna“. Eg þekki það sjálfur af reynslu, að meðal Svía, sem þykja menn blótsamir, leyfir sér enginn að blóta í á- heyrn konu, ef hann vill eklci sýna henni beina vanvirðu, og engin kona, sem ekki vill láta líta á sig sem úrþvætti, lætur sér formælingar um munn fara eða líður þær í ná- vist sinni. Sinn er siður í landi hverju. Þetta er ekki órækur vottur um siðrænan þroska eða kristilegt hugarfar. En menning er það. Og því hefur þetta orðið rótgróin hefð, að konan hefur gert kröfur til sjálfrar sín um bætandi og göfgandi framkomu. Konunni vill íslenzkan gjalda þakkarskuld með því að kalla þjóðtunguna móðurmál. En mjög eru íslenzltar kon- ur eins og sakir standa á annari skoðun um sóma sinn í málfari en sænskar kynsystur þeirra. Það mál, sem maður heyrir streyma frá fagurmáluðum vörum ungra stúlkna íslenzkra, er með þeim blæ, að nú mun leitun á stétt, sem temji sér ruddalegra orðbragð. Það stingur óþægilega í stúf við íburðarmikla skreytingu andlitsins. Það er stundum talað um sjóaramál og þykir þá langt til jafnað um klúr- yrði. Eg fór til og frá á milli landa á togara fyrir tveim árum. Eg heyrði vart eða ekki blótað í þeirri ferð. Auðvitað dettur mér ekki í hug, að ísl. sjómenn séu með öllu hætt- ir að blóta. Eg heyrði ekki allt, sem talað var á skipsfjöl og báðar voru skipshafnirnar úrvalslið. En ég gat ekki að því gert að bera saman. Eg stend eklci svo við í stundarfjórð- ung í anddyri kvilcmyndahúss eða í mannþröng á götu, að ekki klingi í eyrum bölv og ragn af óþvegnasta tagi frá skartbúnum hispursmeyjum. Þó er það sök sér út af fyrir sig. En inn í formælingarnar er fléttað Guðs og Jesú nafni, stundum afbakað („je minn góður“). Þennan ófögnuð hygg ég tiltölulega nýjan á Islandi. Hann mun vera inn- fluttur upphaflega, en hefur dafnað hér og tímgazt á við hvert annað illgresi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.