Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 52

Víðförli - 01.09.1947, Blaðsíða 52
178 \ IÐFORLI er stuttur. Sá sigur, sem maðurinn vann, þegar hann leysti kjarnorkuna lír læð- ingi, ógnar honum sjálfum með tor- tímingu. Ef maðurinn breytir ekki lífs- afstöðu sinni frá rótum, líður menuing vor undir lok. Skinfriður er litlu betri en stríð. Var- anlegur friður verður ekki byggður á öðru en sönnum, andlegum grundvelli. Vér skorum á alla menn, sem vilja vel, og alla, sem trúa á andleg verðmæti og öfl, að vinna sameiginlega að skip- an réttlætis og mannúðar. Allar þjóðir eru undir Guðs dómi. Hinar sigruðu þjást undir ægilegri refs- ingu. En lindir viðreisnar þeirra eru ineð þeim sjálfum. Snúi þær sér til Guðs og hlýði röddu þeirra, sem stóðu gegn hinu illa, jafnvel þegar myrkrið var mest, þá geta þær aftur tekið það sæti meðal þjóðanna, sem þeim ber. Sigur-þjóðirnar hafa líka liðið mikið, en sigrar þeirra leggja þeim á herðar nýja ábyrgð fyrir Guði. Þær verða að sameina réttlæti og miskunnsemi. Rýi þær fyrri fjendur sína lífsnauðsynjum eða reki þær íbúana í hópum í útlegð eða leiti hefnda með öðru móti, þá leiðir slíkt ekki til neins nema nýrra hrakfalla. Ný byrjun í samskiptum þjóða verður að hefjast. Þjóðirnar sem slíkar hafa sinn sérstaka sess í fyrirætl- an Guðs með mannkynið, en þjóðern- isleg síngirni er synd gegn þeim Guði, sem skapað liefur allar þjóðir, smáar og stórar. Engin þjóð fylgir því, sem Guð ætlast fyrir með liana, ef hún svíkst undan köllun hans um samstarf og samvinnu við aðrar þjóðir svo sem meðlimur í stórri fjölskyldu. Vér brýnuin einkum fyrir stjórnum hinna fimm stórvelda, að þær sýni sig' vaxnar ábyrgð sinni gagnvart gjörvöll- um heimi. Sigurinn unnu þær fyrir sam- beitingu aflsmuna sinna. Vér skorum á ]>ær að leggja nú enn allt fram til þess að ná sameiginlegu marki, nú til þess að skapa réttlæti, sigrast á hungr- inu og mynda alheimslegt samfélag' frjálsra þjóða. Ef þær hætta ckki að treysta valdinu einu og gangast ekki undir guðslög réttlætisins og kærleik- ans, munu þær halda áfram á vegi ólieillanna og dauðans. ,,Sjá, ég legg fyrir yður lífið og dauðann, blessunina og bölvunina. — Veljið þá lífið“. Kirkjan hefur þá sérstöku skyldu á hendi að hjálpa þjóðunum til þess að velja veg lífsins. Kristnir menn eru kallaðir til J>ess að vera salt jarðar og ljós heimsins. Þeim helur verið trú- að fvrir „þjónustu sáttargjörðarinnar“. Þeir hala meðtekið hið ábyrgðarmikla hlutverk að vitna í verki og orði um, að lögmál Guðs hefur fullkomnazt. í kærleika Krists. Vér skorum á alla lærisveina Krists að gera sitt ýtrasta til þess að hjálpa þeim, sem nú eru í ægi- legum nauðum staddir og þrautum, að berjast fyrir betra heimi, þar sem rétt- indi mannsins verði að fullu viður- kennd og varðveitt. Vér treystum því, að þær kirkjur, sem aflögufærar eru að einhverju leyti, haldi áfram að hjálpa kirkjum hinna þjökuðu landa og að allar kirkjur gegni kristniboðsskyldunni enn framar en 1‘yrr. Vér minnum í ein- lægri alvöru á skyldu allra kristinna manna að biðja án afláts um, að fyrir- gefning, eining og sannarlegt bróðerni mannanna megi ná völdum. Vér þökkum Guði fyrir samfélag vort í Jesú Kristi. A stríðsárunum hefur þetta samfélag víkkað og dýpkað, og'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.