Víðförli - 01.09.1947, Side 56
Bækar
)
)
Karl Barth: EINE
SCHWEIZER STIMME.
Evangelischer Verlag A. G.
Zollikon, Ziirich 1945, 434
bls.
Þessi bók eftir hinn heimsfræga
prófessor í guðfræði, er safn af bréfum,
ritgerðum og fyrirlestrum frá tímabil-
inu 1938—1945. Bókin sýnir, að hinn
mikli guðfræðingur hefur ekki aðeins
hugsað um fræðigrein sína á styrjald-
arárunum, heldur hel'ur liann einnig
ávallt haft í huga kjör kristinnar
kirkju, þjóð og einstaklinga í þeim lönd-
um, sem Nazistar héldu í ánauð árum
saman meðan síðasta heimsstyrjöld stóð
yfir. Eins og kunnugt er, varð dr. Barth
að hætta kennzlu í trúfræði við háskól-
an í Bonn og yfirgefa Þýzkaland
skömmu eftir að Hitler og hans menn
komust til valda. En guðfræði Karl
Barths var, ásamt Heilagri Ritningu og
játningum kirkjunnar, aðal-undirstaðan
undir baráttu hinnar þýzku játningar-
kirkju við vald Nazista og hina ,,frjáls-
lyndu“ guðfræði þeirra. En dr. Barth
lagði ekki árar í bát, þótt hann væri
hrakinn frá háskólanum í Bonn. Hann
settist að í Basel í föðurlandi sínu,
Sviss, hélt þar starfi sínu áfram og hafði
ágætt yfirlit yfir margt, sem fram fór
í héiminum. Stúdentar víðsvegar að
koir.u til hans, og ég minnist þess, að
sumir, sem bjuggu rétt við landamær-
in — innan Þýzkalands — komu dag-
lega með strætisvögnum eða bifhjólum
til Basel til þess að hlusta á hann.
„Eine Schweizer Stimme“ má skoða
og ber að skoða sem áframhaldandi
baráttu fyrir lifandi og hreinum kristin-
dómi, gegn skoðanakúgun og i'rjáls-
lyndri guðfræði Nazista og afleiðing-
um hennar, sem leiddi áhangendur sína
sít'ellt nær og nær heiðninni, bæði í
kenningu og í líferni. Um leið komust
menn æ lengra og lengra frá Jesú
Kristi og fagnaðarerindi hans. Og því
fleiri sem löndin urðu, er kornust inn
undir áhrifavald hinnar nazistisku lífs-
skoðunar eða ideologi, því lengri varð
víglínan hjá dr. Barth. Vér finnum
hér bréf til Tjekkoslovakíu árið 1938,
en það vakti á sínum tíma heitar um-
ræður. Til llollendinga hefur dr. Barth
skrifað 5 bréf og ritgerðir á hernáms-
árunum. Tvær eru til mótmælenda í
Frakklandi, tvær til Englands, eitt bréf
9i' til kristinna manna í Noregi, eitt
er til kirkjuleiðtoga eins í Ameríku,
(1942), svár við þýðingarmiklum spurn-
ingum, sem lagðar höfðu verið fyrir dr.
Barth. Mörg bréf og margar ritgerðir
snúast um Þýzkaland og málefni þess.
Má þar meðal annars nefna „Jólaboð-
skapinn til kristinna manna í Þýzka-
landi 1941“, sem var útvarpað frá