Víðförli - 01.09.1947, Side 59
BÆKUR
J 85
helmingur þessara „stólversa“ eru ljóð,
sein eru ekki í Sálmabókinni. Það, sem
liér vakir fyrir útgefendum er athyg'lis-
vert. Sem sé að aðgreina sálmasönginn
og liturgiska sönginn. Ég' teldi mjög
Æskilegt að söfnuðirnir sæu borgið
sálmasöngnum undir forystu söngflokk-
•anna, en þeir aftur látnir annast litur-
giska sönginn, og vanda meira til hans
en gert hefur verið.
Eg get ekki stillt mig um að geta
þess, að einstaka atriði í vinnubrögðum
útgáfunefndarinnar kemur mér dálítið
spánskt fyrir sjónir. Ég nefni eitt lítið
dæmi: I Sálmasöngsbók Sigfúsat' Ein-
arssonar og' Páls Isólfssonar er lag, sem
nefnt er „Hellubjarg og borgin mín“.
I nýju sálmabókina er svo tekinn hinn
vinsæli sálmur „Bjargið alda, borgin
mín“. Og nú álít ég, að útgáfunefnd
Viðbætisins geri alveg hárrétt, þegar
hún tekur hið vinsæla lag Th. Hastings
við þennan sálm (Roek of Ages). En ég
verð að játa, að ég hætti að skilja,
þegar þessi ágæti sálmur birtist svo
^nn á ný í téðum viðbæti undir lag-
inu „Mikli Drottinn, dýrð sé þér“. Og
Það lag er þó að finna (með réttum
texta) í Sálmasöngsbók Sigfúsar og
Páls.
Að lokum nokkur orð um frágang
hókarinnar og raddsetningarnar. Bókin
er fjölrituð. Mér finnst fjölritaðar nót-
ur alltal heldur leiðinlegar. En fjölrit-
uum hefur tekizt bærilega og ætti ekki
að torvelda notkun bókarinnar. — I
i'addsetningunum gætir nokkurrar ný-
ungagirni. Sums staðar eru í undir-
röddunum stækkuð tvíundarbil, heldur
óheppileg til söngs. Svo eru það sam-
stígar fimmundir, þverstæði, óuppleyst-
ar sjöundir. Allt eru þetta þekkt fyrir-
brigði. Og allt getur þetta verið gott og
blessað, þegar það á við. En því kalla
ég þetta nýjungar, að það hefur lítið
verið notað, í eldri sálmasöngsbókum
okkar. Enginn dómur er hér lagður á
þetta. Yfirleitt er greinarkorni þessu
miklu fremur ætlað að benda á þessa
bók en að vera dómur um hana. Hún
hefur margt að færa okkur, en ég verð,
því miður, að segja það, að mér finnst
ekki hafa verið vandað til hennar sem
skyldi.
Páll Halldórsson.
Reinhold Niebuhr: TIDERN-
AS TECKEN. Svenska Iíyrk-
ans Diakonistyrelses Bokför-
lag, Stockholm 1947. 207 bls.
Þetta er mér vitanlega fyrsta bók-
in, sem þýdd hefur verið á skandina-
viskt mál eftir þennan kunnasta og at-
hyglisverðasta guðfræðing Bandaríkj-
anna. Hann virðist hafa verið undar-
lega óþekktur í Evrópu fram að þessu,
enda þótt langt sé síðan hann kvaddi
sér hljóðs á frumlegan og gáfulegan
hátt og hafi þegar fyrir stríð verið
búinn að taka sess meðal skapandi guð-
fræðinga samtímans. Niebuhr, sem er
kennari í siðfræði við Union Theologi-
cal Seminary í New York, var gestur
danskra og sænskra háskóla á næst-
liðnum vetri og tók þátt í guðfræð-
ingamóti í Sviss. Þessi bók, sem á frum-
málinu heitir Discerning the Signs of
the Times, er safn ritgerða, sem samd-
ar eru upp úr prédikunum. Hún ein-
kennist, eins og allt annað, sem eftir
þennan höf. liggur, af djúphygli og til-
þrifum, víðfeðma yfirsýn, miklu inn-
sæi inn í félagsleg og sálfræðileg mál-
efni og ferskri innlifun inn í boðskap