Víðförli - 01.09.1947, Page 61
bækur
187
Gert Borgensticrna: DÖDEN
Studier i dödsproblemet.
I’etta er athyglisverð bók. þótt hún
sé ekki mikil á neina grein.
ISLENZKAR BÆTCUR
Frá Bókagerðinni Lilju. Reykjavik,
hefur nýlega komið Guð og menn eftir
C. S. Lewis í þýðingu Andrésar Björns-
sonar, kand. mag. C. S. Lewis er einn
af kunnustu háskólamönnum Englands,
prófessor í ensku og enskum bókmennt-
um við háskólann í Oxford, (sjá ritdóm
um bókina Rétt og rangt í Víðförla, 1.
hefti). Bækur hans um truarleg efni
hafa vakið óskipta athygli í ensku-
mælandi löndum og verið þýddar á
mörg önnur mál. Bókin Guð og menn
(hún heitir á frummálinu Bevond Per-
sonality) er hinn mesti fengur hverjum
hugsandi manni. Það er frábær gáfu-
maður, sem á pennanum heldur, honum
er óvenju sýnt um að reifa torveld A'ið-
fangsefni á ljósan og gagnsæan hátt
ug liaga orðum sínum svo, að unun
sé á að hlýða. Það er torvelt verk að
þýða h ann, en það verk hefur lent í
góðum og traustum höndum hjá And-
rési Björnssyni.
Frá Hlaðbúð, Revkjavík, hafa Víð-
förla borizt: Fornir clansar, falleg bók
1 útgáfu bræðranna Olafs og Jóhanns
Briem.
I cljörfum leik, eftir Þorstein Jósefs-
son, frásagnir af íþróttasýningum.
Athöfn og uppeldi, eftir dr. Matthías
Jónasson. Hér hefur íslenzkum upp-
oldisfræði-bókmenntum bætzt veiga-
mikið og gagnlegt verk. Höf. er mikill
hedómsmaður í sinni grein og rit.fær
í bezta lagi. Astæða væri til að gera
kaflann „Æskan og trúarbrögðin“ að
umtalsefni í ýtarlcgu máli en þess er
ekki kostur að sinni til.
Enn hefur oss borizt skáldsagan
Davíð og Díana eftir Florence L. Barc-
ley í þýðingu Theodórs Arnasonar,
(Bókaútgáfan Stjarnan, Reykjavík).
Þetta er að mörgu leyti ])iýðilega gerð
saga, enda er höf. kunnur og vinsæll.
Hefur verði hljótt um þessa bók, en
hún á skilið, að henni sé gaumur gefinn
af fólki, sem þýcldar skáldsögur les og
vill lesa annað en andlaust og allsvana
reyfararusl.
Samband íslenzkra kristniboðsfélaga
hófst handa um smáritaútgáfu í fyrra
vetur og fór af stað með snotra bók og
eigi alllitla, enda er hún í rauninni
safn smárita. Hún heitir Frœkom. Meg-
inmálið er helgað síra Jóni lærða. á
Möðrufelli og er bókin tengd minn-
ingu hans og þessi útgáfa í heild sinni.
Maklegur er sá maður þess, að minn-
ing' hans sé í lieiðri höfð, slíkur boðberi
og áhugamaður, sem hann hefur verið.
— Þetta hefti er liið læsilegasta, enda
hefur umsjá þess verið í góðum hönd-
um þar sem er Olafur Ölafsson, kristni-
hoði.
ERLEND TIMARIT:
Kirkc og Kultur, Oslo,
Tidskrift for teologi og kirke, Oslo,
Norsk teologislc tidskrift, Oslo,
Dansk teologisk tidskrift, Köben-
havn,
Kirkens Front, Köbenhavn,
Svensk teologisk kvartalskrift, Lund,
Ny kyrklig tidskrift, Uppsala,
Tágehornet, nordisk lidskrijt, Árhus.
INNLEND tímarit:
Ganglcri, Reykjavík.