Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 3
mnm
a'0 l
n \ &
,/w f
Á jólunum lesús fœddist,
í jötu var rúmið hans,
en englarnir sungu og syngja
í sálu hvers dauðlegs manns.
Því hann var í heiminn sendur
á heilagri jólanótt,
að minnka hjá okkur öllum
það allt, sem er dimmt og Ijótt.
Hann þekkti hvað var að vera
svo veikt og svo lítið barn;
hann blessaði litlu börnin
svo blíður og líknargjarn.
Hann brosir þeim eins og bróðir,
og bros hans var dýrleg sól;
hann fól þau í faðmi sínum
og flutti þeim himnesk jól.
Hann sá inn í sálir þeirra,
hann sá þeirra hjartaslátt;
hann gladdist með þeim í gleði
og grét ef þau áttu bágt.
Þau komu til hans í hópum,
og hvar, sem hann fór og var
þá fundu það blessuð börnin,
að bróðurleg hönd var þar.
Og því verður heilagt haldið
í hjarta og sálu manns,
um eilífð í öllum löndum
á afmœlisdaginn hans.
Sig. Júl. Jóhannesson.