Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 8
8 JÖLABLAÐ BARNANNA iigvar litli vTóla.sa.g'a. 'ú.r sveit Það vai’ aðiangadagskvöld jóla. Ingvar litli, son- ur hjónanna í Dal, var kominn í sparifötin sín, og stóð nú bísperrtur á miðju baðstofugólfinu, með báðar hendur í spónnýjum buxnavösunum. Heimafólkið var í óðaönn að skipta fötum og þvo sér, og eldri bræðurnir sömuleiðis, því þeir áttu að fá að fara til kirkju. Þegar Ingvar sá eklri bræðurna vera að búast til kirkjuferðar, langaði hann að fara með þeim. Hann fór því til mömmu sinnar og bað liana um fararleyfi. En hún færðist undan með hægð, og sagði að hann yrði að vera lieima hjá pabba og mömmu þeim til ánægju, enda væri útlit fyrir að hríðar- bylur brysti á þá og þegar. Hún lofaði honum, ef hann yrði góður drengur, skyldi hann fá kleinur og laufabrauð, þegar bræður hans væru farnir til kirkjunnar, og svo skyldi pabbi og mamma segja lionum fallega sögu. Ingvari litla þótti að vísu góðar kleinur og laufa- brauð, en nú langaði hann miklu meira að fá að fara til kirkjunnar. Hann hélt því sínu fram og bað enn innilegar um fararleyfið. En það tjáði ekki. Mömmu hans fór nú að leiðast þófið. Hún „Ég elska þig þrátt fyrir Ijótleik þinn,“ sagði Gerður. „Það er gagnslaust,” sagði Svavar örvinglaður, „því að ég hef gefið fríðleik minn, konungstignina og þig sjálfa fyrir læknisdómana. Gleymdu, gleymdu mér, lofaðu mér að fara.“ „Vesalings sonur minn,“ sagði konungurinn, „en live þú ert heillum horfinn." Gerður grét beizklega, en Agnar fagnaði með sjálfum sér yfir óförum Svavars. En þá stóð gamli karlinn undan Svörtuloftum allt í einu frammi fyrir kóngssyni. „Far þú hvergi," sagði hann alvarlega. „Nú er reynslutími þinn á enda. Fyrir mörgum, mörgum árum var ég ungur maður, og lagði þá hamingju annarra í sölurnar fyrir sjálfs míns hamingju. En þá var ég gerður rækur til Svörtulofta. Þar átti ég að dvelja, unz ég hitti mann, er legði sjálfan sig í sölurnar til að hjálpa öðrum. Þeir voru margir, sem komu á fund minn á undan þér, og nú er ég orðinn fjörgamall maður. En þú, Svavar kóngs- son, hefur leyst mig úr álögunum, og nú skal þér hlotnast það allt aftur, sem þii hefur lagt í söl- urnar.“ Að svo mæltu lagði karlinn hönd sína á höfuð kóngssyni og varð hann þá jafnfríður og hann hafði áður verið. Skömmu seinna stóð veizla rnikil í höllinni. Kon- ungur hélt brúðkaup sonar síns. En Agnar kom þar ekki nærri. Hann var genginn fyrir ætternis- stapa, eins og kallað er, rit af vonbrigðum sínum. Og enginn saknaði lians.

x

Jólablað barnanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.