Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 20
20
J ÓLABLAÐ BARNANNA
Kerlingarvísa
(Lag: En visa vill jag sjunga).
Eg var um aldamótin
svo upplögS fyrir glens og grín,
og gaf þeim undir fótinn,
sem gægðust inn til mín.
Og þá •—• og þá — var straumur-
inn af strákunuin,
— af Stebbum — Jónum — Lákunum,
sem vildu’ ég væri sín.
Eg elskaði alla saman,
en aldrei hlauzt neitt slys af því.
Og voða var það gaman
að vera frjáls og frí.
:,: Því þá — því þá — var xandur
til af sjönsunum
á Seltjarnarnesdönsunum,
með söng og hopp og hí. :,:
NÍNA SVEINSDÓTTIR, leikkona.
Eitt kvöld kom Bjössi á Bakka.
Svo bauð ég honum upp á kvist. •
Með honum átti ég krakka
í tveggja manna vist.
:,: En hann — en hann — stakk af
frá hjónabandinu
og strauk svo burt af landinu.
ViS höfum ei síðan hitzt. :,:
Ég giftist Gústa á Sandi.
Það grey var alltaf út á sjó.
Og hann kom ekki aS landi
fyrr en haustið, sem hann dó.
:,: En þó — en þó — en þó áttum
við þríbura
og þrisvar sinum tvíbura.
Þá var mér um og ó. :,:
Enn er ég ung í anda —
hef ánægju af Bjarna Bö,
og læt ekki’ á mér standa,
þó ég sé sjötíu og sjö.
:,: En ef — en ef — þú leiður ert
á lífinu,
þá labbaðu viS hjá vífinu
í Skálkaskjóli tvö. :,:
Har. A. SigurSsson.
Birt með leyfi höfundar.
Jötnarnir hlógu nú enn þá meira en áður, en
Þór var stórreiður.
„Komið hingað, og takist á við mig!“ sagði hann.
„Þú getur reynt að takast á við ömmu mína,“
sagði Utgarðaloki, „hún heitir Elli.“ Og svo tók-
ust þau fangbrögðum, Þór og kerlingin Elli. Og
eftir langa og harða baráttu tókst kerlingunni að
koma Þór hinum sterka á annað linéð — en þá
varð hann líka að hætta glímunni.
Daginn eftir vildi hann halda heimleiðis, og
Utgarðaloki fylgdi honum úr hlaði. Þegar þeir
komu niður að sjónum, sá Þór, að mikið hafði
lækkað í honum, og þá sagði konungur jötnanna:
„Nú skal ég segja þér, hvað í raun og veru hefur
átt sér stað, því ég hef beitt þig töfrabrögðum, svo
að þú skyldir ekki sjá, hvað fram fór í raun réttri.
Þjálfi hljóp mjög hratt, en hann þreytti kapphlaup-
ið við huga minn, svo að það var ekki von, að
hann ynni. Á horninu, sem þú drakkst af, stóð
annar endinn úti í sjó, og þú drakkst svo mikið,
að auðséð er, hversu lækkað hefur í sjónum. Við
jötnarnir urðum hræddir við þetta, en hræddari
urðum við, þegar þú lyftir kettinum, því það skaltu
vita, að þetta var ekki venjulegur köttur, heldur
Miðgarðsormurinn sjálfur, sem liggur hringinn í
kringum jörðina alla. Það munaði minnstu, að þú
kipptir honum upp úr hafinu, þar sem heimkynni
hans eru.“
Það var slæmt, að ég skyldi ekki vita þetta, hugs-
aði Þór, en svo hélt Útgarðaloki áfram máli sínu:
„Kerlingin Elli, sem þú tókst á við, var engin
önnur en ellin sjálf, og á henni geta hvorki guðir,
menn né jötnar sigrazt, en þú liélzt svo lengi velli,
að við vorum næst því komnir að halda, að þú
mundir ráða niðurlögum hennar. Nú hef ég sagt
þér frá öllu, svo að þú megir vita, að við jötnarnir
getum því aðeins reist rönd við þér, að við beit-
um töfrabrögðum, og þess vegna skaltu aldrei fram-
ar koma hingað!"
Þór greip hamar sinn, og ætlaði að slá konung
jötnanna, en þá var hann allt í einu horfinn, og
Þór stóð eftir úti á víðavangi með þjónurn sinum.
Síðan lögðu þau af stað heim aftur til heimkvnna
guðanna.