Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 22

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ BARNANNA Reikningsþrautir. Drengur nokkur fór til borgarinnar. Á leiðinni mætti hann 12 stúlkum, og í svuntum sínum höfðu þær 12 poka og í hverjum poka 12 tíkur og í hverri tík 12 hvolpa. Hversu margar manneskjur, tíkur og hvolpar fóru til borgarinnar? Árni og Ólafur mættust á förnum vegi og ráku kýr á undan sér. Þá segir Árni: „Gefðu mér tvær kýr af þínum og þá á ég jafnmargar og þú.“ „Nei,“ segir Ólafur, „gefðu mér heldur tvær kýr af þínum, og þá á ég helmingi fleiri en þú.“ Hve margar kýr átti hver þeirra? Völundarhús. A. og B. búa í sama húsi. Nú þarf A. að lreim- sækja B. En það er vandratað um ganga hússins, og A. villist á göngunum. Getið þið vísað A. inn til B.? Pésa kennt að þekkja áttirnar. Kennarinn: Nú er norður beint fram undan þér, vestur til vinstri handar og austur til hægri. Hvað er þá á bak við þig? Pési: Gat á buxunum. Ég var alltaf hræddur um, að þú mundir sjá það. ★ Það var ráðið. Drengur: „Ég vil kaupa handsápu, og ég vii að það sé fjarska sterk lykt af henni.“ Kaupmaður: „Og til hvers á það nii að vera, litli maður?“ Drengur: „Ég vil, að mamma mín finni það á lyktinni, þegar ég er nýbúinn að þvo mér, svo að hún skipi mér ekki að þvo mér aftur.“ Ótrúlega mikil vitleysa. Faðirinn: „Heldurðu, að kennarann gruni, að ég hjálpi þér við stílana?" Drengurinn: „Það liugsa ég. Hann segist ekki trúa því, að ég geti skrifað svona mikla vit.leysu hjálparlaust." ★ RÁÐNINGAR: Gátur: 1. Bær. 2. Hraun. 3. Ekkert (brúnt sér eins bjart og mennirnir). 4. 999 9/9. 5. Litur og skuggi. 6. Fimm fingur. 7. Hann var svo horaður. 8. Eg. 9. Tíminn. Felunöfn: Sandá, Kúðafljót, Afall, Fnjóská, Tungnaá, Álar, SKAFTÁ. Reikningsþrautir: Drengurinn fór einn til borgarinnar. Árni átti 10 kýr, Ólafur 14. Myndagátan: HR — ÆR — EKIJR. ÁBYRGÐARMENN: Guðjón Elíasson og Torfi Ólafsson. AFGREIÐSLA: Njálsgötu 52 B, Reykjavík. BORGARPKENT - REYKJA'/lK

x

Jólablað barnanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.