Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 18
18
JÓLABLAÐ BARNANNA
ursta söngnum sínum. Þegar hann kom til maur-
anna, voru þeir að enda við að reisa nýja búrið
sitt. Hann lét þá hlutlausa, og langaði að hjálpa
þeim. Litlu maurana, sem skriðu á hann, hristi
hann gætilega af sér, en drap þá eigi, jafnvel þótt
þeir bitu hann. Endurnar á tjörninni laðaði hann
að bakkanum til þess að gefa þeim brauðmola.
Hann kastaði inn í býflugnabúrið lifandi blómum,
er hann hafði lesið á leiðinni. Að lokum kom hann
til konungshallarinnar, heill á húfi og glaður í
skapi. Hann drap létt og kurteislega á gluggahler-
ann. Þegar í stað spruttu dyrnar upp og gamla kon-
an kom og spurði hann urn erindið.
„Mig langar til að reyna, hvort ég get frelsað
konungsdótturina fögiu,“ svaraði hann.
„Reyndu það, sonur minn,“ mælti gamla konan,
„en getirðu ekki unnið þrautirnar, ríður það á lífi
þínu.“
„Ég veit jiað, móðir góð,“ sagði Hans, „en láttu
mig heyra, hvað ég á að vinna.“
Þá lagði kerling fyrir hann kornaþrautina. Hans
var ólatur og nennti vel að beygja sig. Þrír fjórð-
ungar stundar runnu, og bakkinn var ekki enn hálf-
ur. Þótti lionum þá örvænta um með öllu, að hann
fengi leyst þessa þraut. En þegar hann varði minnst,
var þar kominn fjöldi svartra maura. Þeir tóku að
tína saman kornin, og á skammri stundu varð bakk-
inn fullur. Þegar gamla konan kom, varð hún hýr
í bragði og mælti: „Vel er að verið.“ Þá kom lykla-
þrautin. Varp hún lyklunum tólf í tjörnina og’bauð
honum að sækja. En Hans náði engum, lyklinum
úr tjörninni. Hversu langt sem hann kafaði niður,
fann hann hvergi botn. Loksins hætti hann og sett-
ist fullur örvæntingar á tjarnarbakkann. Þá komu
endurnar tólf syndandi, og bar hver gullroðinn lyk-
il í nefinu, og köstuðu þeim í grasið hjá honum.
Þannig var þessi þraut unnin.
Þegar tíminn var útrunninn, kom kerling aftur,
og leiddi hann inn í hallarsalinn. Þar beið hans síð-
asta og örðugasta þrautin. Hans fór að skima í
kringum sig og kom þá auga á hjúpuðu konurnar.
Lá honum við að missa móðinn. Hvaðan var nú
að vænta hjálpar? Allt í einu kom býflugnasveim-
urinn fljúgandi inn um gluggann, sem stóð opinn.
Býflugurnar flugu aftur og fram innan um salinn,
unz þær komu að konunum, þá flykktust þær utan
um þær og suðuðu og murruðu við andlit þeirra.
En þær hurfu brátt frá þeim, sem utar sátu, en
umhverfis þá, sem í miðið sat, flugu þær allar suð-
andi og murrandi lágt: „Sú í miðið, sú í miðið.“
Angaði þaðan í móti þeim hunangslykt, því kon-
FELUMYNDIR.
ungsdóttirin neytti þess jafnan. Stundin leíð og
kerling kom. Þá mælti Hans ósmeykur: „Ég kýs
þá, sem í miðið situr.“ Varla hafði hann sleppt
orðinu fyrr en drekarnir brugðu við og flugu út
um gluggann.
Konungsdótturin varp af sér hulunni, fagnaði
lausninni og hinum fríða og tígulega brúðguma.
Hans sendi hraðboða til konungs með þessi gleði
tíðindi. En foreldra sína lét hann sækja í gullroðn-
um vagni með sex hestum fyrir.
Þegar þau hittust öll, varð mikill fagnaðarfund-
ur og efnt til kostulegrar veizlu með gleði og
glaumi. Síðan lifðu þau við allsnægtir, lán og gengi
í sátt og samlyndi, sæld og friði. Og séu þau ekki
dáin, eru þau á lífi enn þann dag í dag.