Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 17

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ BARNANNA 17 heim, flýtti hann sér að segja kerlingu sinni tíð- indin. Næsta morgun kallaði hann á Hjálmrek og sagði honum alla söguna. Fékk liann honum síðan nesti og nýja skó og annan farkost. Hjálmrekur varð brátt ferðbúinn og liét að senda vagn með sex hestum handa foreldrum sínum. Hann þóttist þegar vera orðinn konungur. Lét hann alldrembilega og svalaði skapi sínu með því að gjöra öllu mein, er varð á vegi hans. Fuglana fældi hann úr limi trjánna, en þeir sátu þar og sungu skapara sínum lof, hver með sínu nefi; hvert dýr, er hann komst í færi við, hrekkti hann með einhverju. Fyrst mætti hann mauraflokki, og skemmti sér með því að láta hestinn troða þá sund- ur undir hófunum. Maurarnir sem undan komust, urðu reiðir, skriðu á hann sjálfan og hrossið og bitu þau. En hann marði þá alla sundur og drap. Síðan kom hann að tærri og fagurri tjörn. Syntu á henni tólf endur. Hjálmrekur ginnti þær að bakkanum og fékk drepið ellefu, en sú tólfta komst undan. Að lokum fann hann ljómandi fallegt býflugna- bú. Býflugurnar lék hann eins og maurana. Þannig var það hans mesta gleði, að kvelja og drepa aum- ingja saklausu kvikindin. Um sólarlag kom hann að fagurri og skrautlegri höll. í henni sat konungsdóttirin í álögum. Hliðin voru harðlokuð. Hann barði freklega að dyrum, en enginn gegndi. Dauðaþögn og grafarkyrrð hvíldi yfir öllu. Því ákafar og harðar knúði liann hurðina, sem seinna var til dyra gengið. Loksins laukst upp gluggi og eldgömul kerling með náfölt andlit leit út og spurði hann reiðilega erinda. „Ég er kominn til að leysa vandkvæði konungs- dótturinnar,“ mælti Hjálmrekur, „ljúktu upp fyr- ir mér strax.“ „Flas gerir engan flýti, drengur minn,“ svaraði gamla konan. „Það er nógur tími á morgun. Kom þú hingað í fyrramálið." Að svo mæltu lokaði hún glugganum og hvarf honum. Hjálmrekur kom til mótsins um morguninn á ákveðnum tíma. Var kerling þar fyrir og hélt á bakka, kúfuðum af hörfræi. Þegar minnst varði, sveiflaði hún bakkanum og sáði fræinu út í allar áttir. Tók hún síðan til orða og mælti: „Tíndu upp öll frækornin. Ég mun lcoma hingað seinna, og skaltu þá hafa lokið verkinu.“ En Hjálmreki þótti, sem þetta mundi gaman eitt, og lét sér ekki til hugar koma að starfa að því. í þess stað tók hann að ganga sér til skemmtunar, og þegar gamla konan kom aftur, var bakkinn tómur sem fyrr. „Illa hefur nú til tekizt,“ mælti hún. Síðan tók hún úr vasa sínum tólf lykla gulli roðna. Kastaði hún þeim í tjörn eina mikla, rnyrka og djúpa, sem var þar, og hét Hallartjörn. „Kafaðu niður eftir lyklum þessum,“ mælti hún, „að stundu liðinni kem ég aftur og skal þá starfinu lokið.“ Hjálmrek- ur hló og skeytti engu orðum kerlingar. — Þegar gamla konan kom, og þessi þraut var ó- unnin eins og sú fyrri, stundi hún við og tautaði fyrir munni sér: „Ekki batnar enn, ekki batnar enn.“ Þó tók hún í hönd hans og leiddi liann inn í stóra hallarsalinn. Þar sátu þrjár konur, allar liuldar þykkum slæðum. „Kjós nú, sonur minn,“ sagði kerling, „en gættu þess vel að kjósa rétt. Stundu síðar kem ég aftur.“ Hjálmrekur var jafnnær, þegar hún kom eins og þegar hún fór, en á tvær hættur hrópaði hann drembilega: „Ég kýs þessa þarna til hægri handar.“ Þá köstuðu þær allar af sér blæjunum. í miðið sat konungsdóttirin, fögur og yndisleg, en til hvorrar handar henni tveir hræðilegir drekar. Ann- ar þeirra þreif Hjáhnrek í klærnar og varp honum út um gluggann og niður í hyldýpi tjarnarinnar. Það var ár liðið síðan Hjálmrekur fór að heiman og ekkert hafði til hans spurzt. Vagninn með hest- unum sex kom ekki heldur til að sækja foreldra hans eins og ráðgert hafði verið. Faðirinn andvarp- aði og nagaði sig í handarbökin fyrir að hafa ekki heldur sent ónytjunginn hann Hans. í honum var þó lítil eftirsjá. Honum þótti óbærilegt að þurfa að sjá á bak eftirlætisgoðinu sínu. „Faðir minn,“ mælti Hans. „Ég ætla að fara og freista hamingjunnar." En faðir hans lét sem hann heyrði það ekki. Hann áleit, að það sem duglegum hyggindamanni sé um megn, sé lítil von til, að heimskinginn og ómennið megi farsællega til lykta ráða. Faðir hans synjaði honum því um fararbeina. En Hans lét það ekki hamla för sinni. Hann lagði af stað á laun, fótgangandi, sama veginn sem bróðir hans hafði áður farið. Hann lét ekki hugfallast, þótt útbúnaðurinn væri enginn, og hélt leiðar sinn- ar glaður og vongóður. Um kvöldið lagðist hann til svefns undir grænu grenitré. Hvílan hans var rök mosadyngja, en honum sofnaðist jafnvel og vært eins og hann væri heima hjá sér. Fuglar skógarins hræddust hann eigi, en sungu hann í svefn feg-

x

Jólablað barnanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.