Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 4

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 4
4 JÓLABLAÐ BARNANNA Jólin eru þá komin, hugsaði ég með mér, þegar ég kom inn í baðstofuna. Hún var öll þvegin hátt og lágt, og lampinn dreginn miklu hærra upp, en venja var — það var svo hátíðlegt — og svo loguðu kerti á báðum borðunum. Þetta var nú í frambað- stofunni, en innri baðstofan var lokuð, og enginn fékk að koma þangað inn. Þar var systir mín inni, sem var tíu árum eldri en ég, eitthvað að útbúa. Ég hafði eitthvert veður af því, að það væri jóla- tré, en jólatré hafði ég ekki séð fyrr, vissi aðeins, að það var eitthvað, sem ástæða var til að hlakka til að sjá. Enginn maður var í frambaðstofunni, og ég fór því út í snjóhúsið mitt, þaðan sem ég var kominn. Þar var allt eins og ég skildi við það, en nú fannst mér þar þó orðið jólalegt líka. Þetta hús byggði ég í skafli fyrir sunnan bæinn á Þorláksmessudag. Snjór var ]rá mikill fallinn fyrir nokkrum dögum, og faðir minn hafði kennt mér að byggja snjóhús og hjálpað mér að nokkru tií þess. Það var hlaðið í hring úr stórunr snjóhnaus- um, og í tveggja feta hæð voru hringarnir látnir fara að dragast að sér, þar til þeir luktust að ofan. Svona saeði pabbi að Grænlendingar bygeðu. Nú var borið mikið af snjó utan á húsið, og síðan hellt vatni í um kvöldið. Það fraus svo í snjónum um nóttina, og húsið varð við það miklu sterkara. Ég hafði orðið að hlaupa frá húsinu, áður en það var fullgert að innan, af því að ég vildi ekki missa af því að búa til laufakökur með fólkinu. Ég var raunar hálfgerður klaufi við útskurðinn, en hafði þó hug á að búa til sem margbreyttastar myndir, og svo þegar farið var að steikja frammi í eldhúsi, þá þurfti ég að koma mínum kökum undireins að. Ég þóttist eiga þær sjálfur, enda kærði enginn sig um þær, svo viðvaningslega gerðar, því að margir voru snillingar í útskurði og mikil keppni. Stóð hver upp með sinn hlemm, þegar hann var búinn að skera og bar sig saman við hina. En nú var ég úti í húsi að laga það til, sléttr veggina og útbúa snjósæti, en stól hafði ég fengið lánaðan fyrir borð, og svo var ég búinn að fá jóla- kertin mín fyrirfram og bræddi þau bæði niður á stólrandirnar. Mér þótti fjarska gaman úti í snjóhúsinu, en þó var ég alltaf með hugann við jólatréð. Ætli það fari ekki að verða tilbúið? Og svo skreið ég út um dyrnar á snjóhúsinu og fór inn í bæ. Nú var búið að bera inn jólamat fólksins, það var kúfaður diskur fyrir hvern. Karlmennirnir fengu, meðal annars, tvo magála og sjö laufakökur, og kvenfólkið einn magál og fimm laufakökur, og svo fengu þeir þrjú kerti og þær tvö kerti hver. Þetta treindi svo hver sér eftir því sem honum leizt, sumir áttu magálsbita og kertisstúf fram á þorra. En lítið var smakkað á þessu jólanóttina, því að fó!kinu var líka ætlaður annar matur inni í innristofu. Þar áttu allir að borða saman við eitt borð til hátíðabrigðis. Nú fór ég að kalla á systur niína, og hún lofaði að opna eftir hálftíma. Ég fór þá fram í búr að bera mig upp undan hve seint þetta gengi, og svo herj-

x

Jólablað barnanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.