Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 19

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ BARNANNA 19 Ef þið hefðuð verið uppi fyrir rúmlega þúsund árum, og hefðuð spurt, hvað þrumurnar væru, munduð þið hafa fengið allt annað svar, en þið fáið nú við þeirri spurningu. Þá hefði ykkur ver- ið svarað eitthvað á þessa leið: „Þrumurnar? Þær stafa af því, að guðinn Þór, hinn sterki, ekur um þveran liimin í vagni sínum. Vagninn hans er dreginn af geithöfrum, og þrumu- hljóðið er skröltið í vagninum." Þá hefðuð þið kannske spurt, hvað eldingarnar væru, og fengið þetta svar: „Eldingarnar eru neistarnir, sem hrökkva und- an klaufum geithafranna, þegar þeir stíga á grjót — og svo geta það líka verið neistar af harnri Þórs, þegar hann kastar honum í jötnana illu.. . .“ Þór var ákaflega sterkur, og hann átti hamar, sem var bezta vopn hans. Þegar hann barðist við óvini sína, sló hann þá í höfuðið með hanrrinum, og hamarinn hafði þá undraverða náttúru, að hann kom alltaf aftur til Þórs, jafnvel þótt hann kast- aði honum langt í burtu. Jötnarnir, senr hann átti í höggi við, voru ljótir þursar, sem áttu heima djúpt niðri í jörðinni. Þeir sátu alltaf um að gera mönnunum og hinum guð- unum eitthvað til miska, og þess vegna átti Þór í baráttu við þá. Einu sinni lagði Þór af stað til að leita fundar við konung jötnanna, Útgarðaloka, og hafði með sér systkinin Þjálfa og Röskvu, sem jafnan þjónuðu honum. Þegar komið var langt fram á nótt, komu þau að einkennilegu húsi. Á einni hlið þess voru gríðarlega stórar dyr, en út úr því öðru megin var lítið afhýsi. Þangað inn fóru þau, og lögðust til svefns. En þeim brá í brún næsta morgun, því þá kom stóreflis risi, og tók upp húsið, sem þau höfðu sofið í. „Þetta er vettlingurinn minn,“ sagði risinn, og nú skildist þeim, að afhýsið hefði ekkert annað verið en þumallinn á vettlingnum! Risinn vísaði þeim til Útgarðaloka, og hann tók þeim vel og sagði, að nú skyldu þau sýna, hvað þeim væri til lista lagt. Þjálfi átti að þreyta kapp- hlaup við einn þjón Útgarðaloka, en þótt Þjálfi hlypi eins hratt og vindurinn, var hinn alltaf á undan, þótt undarlegt væri. „Nú skalt þú sýna okkur, hversu mikill drykkju- maður þú ert, Þór,“ sagði Útgarðaloki, og fékk Þór drykkjarhorn. Það var mjög langt, en ekki eftir því vítt, svo að Þór áleit, að hann væri maður til að tæma það. „Duglegustu menn mínir drekka út úr því í ein- um teyg,“ sagði konungur jötnanna, „meðalmenn tæma það í tveim teyguin, en það eru litlir karlar, senr ekki Ijúka úr því í þrern teygtnn." Þór dró andann djúpt að sér, og setti hornið á munn sér. Hann drakk og drakk, þangað til hann hélt, að hann hlyti að hafa tænrt það, en þegar hann leit niður í það, sá hann, að það var enn milli hálfs og fulls. Þá reiddist hann, og drakk annan teyg — og þá hafði lrann drukkið svo mikið, að honum fannst hann alveg vera að springa, en sanrt var enn mikið eftir í lrorninu. Þá varð hann svo reiður, að hann neitaði að drekka meira, enda þótt jötnarnir gerðu gys að honum fyrir það. Þá kom köttur hlaupandi, og konungur jötn- anna sagði: „Getur þú lyft ketti mínunr nreð því, að styðia hendinni undir kvið hans?“ Þór áleit, að sér mundi reynast það auðvelt, en þótt hann beitti kröftum sínum til hins ýtrasta, stóð kötturinn sífellt í allar lappirnar, en skaut aðeins upp kryppunni. Að lokum varð hann sanrt að lyfta einni löppinni frá gólfinu.

x

Jólablað barnanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.