Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 6

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 6
6 JÓLABLAÐ BARNANNA Karlinn frá Svörtuloftum Ævintýri Einu sinni var konungur. Hann réði fyrir stóru og auðugu ríki. Hann var bæði vitur og góður og einkar vinsæll af þegnum sínum. En einu sinni var konungurinn svo sjúkur, að hann gat ekki á fótum verið. Honum versnaði dag frá degi og þjáðist ákaflega. Vitjað var allra fræg- ustu lækna í ríkinu og einnig í öðrum löndum. En enginn þeirra gat læknað konunginn, þeir gátu aðeins dregið lítið eitt úr þjáningum hans. Konungur átti son, Svavar að nafni. Hafði hann fastnað frænku sína, Gerði, sér til eiginorðs. Svavar var bæði ungur og hreystimaður mikill, og Gerður var kvenna fegurst. En Agnar, bróðursonur konungs, var illráður og ágjarn til fjár og valda. Hann lagði lika ástarhug á Gerði. Óskaði hann þess af heilum hug, að Svavar mætti týna lífinu, því að þá væri hann eini ríkis- erfinginn og þá yrði Gerður drottningin hans. En þar eð konungi elnaði sjúkdómurinn meira og meira, þá hugkvæmdist Agnari að fá Svavar til að fara til fundar við mann einn fjölkunnugan undir Svörtuloftum, ægilegum sjávarhömrum, er svo voru nefndir. Við ræturnar á hömrum þessum var ævarandi sjávargangur og lífshætta hin mesta að leggja þar að landi. „Þú ættir að reyna að leita læknishjálpar hjá gamla karlinum undir Svörtuloftum“, sagði Agnar við Svavar. „Heldur þú að forynja sú kunni nokkur ráð að gefa?“ spurði Svavar. „Já, svo er sagt, en það er líka sagt, að það sé hin mesta lífshætta að komast þangað, svo að þú vilt víst ekki hætta á það.“ „Og ekki horfi ég í neinar hættur né örðugleika, ef ég með því móti gæti hjálpað föður mínum, sem ég ann svo heitt," sagði Svavar. Svo kvaddi Svavar frænda sinn og lagði í svaðil- för þessa, og Gerður grét sáran, en Agnar hrósaði sigri. Hann vonaði, að þetta yrði síðasta för frænda síns, og þá fengi hann vilja sínum framgengt, er konungur félli frá. Kóngssonur lagði af stað á sólheiðum sumar- morgni. Og er hann hafði skammt farið, sá hann þegar öldurótið undir Svörtuloftum álengdar, og þó var blæjalogn yfir allt. Þótt heiðbjart væri, lá ískyggileg, grá þokuslæða yfir hömrunum að neðan, svo að þar var rökkvað. Bátinn til fararinnar ætlaði hann að fá að láni hjá fiskimanni einum, en fékk hann með afarkost- um, því þegar fiskimaðurinn heyrði, hvert förinni væri heitið, þá vildi hann ekki láta hann af liendi nema kóngssonur greiddi honum fullt verð fyrir bátinn. En sú hættuför! Margsinnis hélt hann, að bátur- inn mundi brotna í spón á blindskerjum. En kóngs- sonur var ekki að hugsa um hættuna fyrir sjálfan sig, heldur það eitt, að ef hann færist, þá fengi faðir hans enga hjálp, og þá mundi Gerður springa af harmi. En loks komst hann þó að landi og tók nú að klífa hamarinn þrítugan, en það var afar hættulegt, einkum vegna dimmunnar. En kóngssonur kleif og kleif — hann vildi ekki gefast upp, hvað sem það kostaði. Þegar hann var kominn upp á bergsyllu eina ofarlega í hamrinum, sá hann hvar gamall maður kom út úr helli einum. „Eg veit hvers vegna þú ert hingað kominn," sagði karlinn. „Þig vantar hvorki hugrekki né kær- leika, og þér vil ég hjálpa, ef þú gengur að þeim kostum, sem ég set þér. Föður þínum getur ekki batnað, nema hann fái það lyf, sem ég hef umráð yfir. Drekki hann eitt vatn af lífsins kristalstæra vatni, andi að sér ilminum af blómi kærleikans og eti af hinum gullna ávexti heilbrigðinnar, þá mun hann rísa alheill á fætur aftur.“ „Og hvernig á ég svo að launa þér þessi dýrmætu ]yf?“ spurði kóngssonur og var mikið niðri fyrir.

x

Jólablað barnanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.