Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 15

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ BARNANNA 15 íólaœvintýr íyrir litlu börnin. Búðarglugginn var lagurlega skreyttur. Hann var alveg fullur af ^ertum . . . kertum af öllum mögu- legum stærðuiji og litum, háum, mjóum kertum, hvítum kertum, til að setja í kertastjaka, stuttum, digrum og skrítnum kertum, sem voru í laginu eins og hjörtu, jólasveinar og alls konar kynjagrip- ir; þar voru líka pappakassar með smákertum, sem lágu hvert við annars hlið. Fyrir utan gluggann stóð fólk og skoðaði kertin, sumir fóru inn í búð- ina og keyptu kerti, en þeir fengu ekki þau kerti, sem voru í glugganum, því að þau voru þar bara til sýnis. Um nóttina fóru kertin að taia saman. j „Við erum fallegustu kertin í allri búðinni,“j sögðu nokkur hárauð kerti. „Þegar veizlur eruj haldnar, erum við látin standa á borðinu. Okkur hefur verið sagt, að í fínum veizlum séum við not- uð eingöngu, en ekki rafmagnsljósin." „Nú þykir mér týra,“ sagði eitt af hvítu, sléttu kertunum. „Ef fólk á kertastjaka úr silfri, notar það okkur, því við erum fyrirmannlegust.“ „Svei því öllu,“ sagði eitt kertið hlæjandi, en það var eins og jólasveinn í laginu. „Þegar fólk ætlar að skemmta sér reglulega vel, notar það okk- ur. Okkar ætt er gríðarlega stór, og í henni eru til kerti fyrir hvaða veizlu sem vera skal. í vor var notað heilmikið af okkur, það er að segja, þeim okkar, sem eru í laginu eins og egg; það var á pásk- unum." „Það kærir sig sjálfsagt enginn urn okkur,“ hvísl- aði lítið, hvítt kerti, sem lá í kassa við hlið siö ann- arra lítilla kerta. „Við erum svo lítil og leiðinleg." ,,Já, og þess vegna eigið þið að þegja,“ sagði gult og digurt kerti. „Mín ætt er miklu virðulegri. Við erum stutt og digur, en það getur logað ákaflega lengi á okkur. Þegar veizlur eru haldnar, kveikir fólk á okkur, og kveikir svo í sigarettunum sínum við ljósið á okkur, því við endumst alla nóttina. Við erum kerti, sem talandi er urn! Við erum bæði til skrauts og gagns.“ Um nóttina jóru kertin áó tala saman. „Bara að við gæturn sagt það sama,“ sögðu litlu, hvítu kertin átta, og andvörpuðu, og rauðu syst- kinin þeirra, sem lágu í öðrum kassa, hugsuðu á sömu leið. „Ég skil ekkert í því, hvers vegna fólk býr okkur til,“ sagði eitt þeirra, „okkur, sem erum svo lítil og leiðinleg." „Eigum við ekki að velja okkur kóng og drottn- ingu?“ spurði eitt af hárauðu kertunum. „Ég er viss um, að ég væri góður kóngur, því ég er rauður eins og kápan kóngsins, og svo mundi ég kjósa mér hvíta kertið fyrir drottningu." En hin kertin voru ekki á sarna máli. Þau fóru að tala öll í einu, svo að af því varð mikill hávaði og ókyrrð. „Viljið þið ekki þegja?“ heyrðist allt í einu sagt með djúpri röddu uppi yfir þeirn, og þeim brá svo við, að þau steinþögnuðu. Þau höfðu öll gleymt einu kertinu, en það var það, sem nú lét að sér kveða. Innst í glugganum stóð gríðarlega hátt og digurt hvítt kerti — það var altariskerti, sem átti að standa í kirkju og loga þar tímunum saman.

x

Jólablað barnanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.