Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 13
JÖLABLAÐ BARNANNA
13
Tréskórnir hans Úlfars litla
Saga eftir franska skáldið Coppé.
Einu sinni var lítill drengur, sem hét Úlfar.
Hann var sjö ára gamall, þegar þessi saga gerðist,
en það er nú svo langt síðan, að enginn man ár-
talið lengur. Enginn man heldur nafnið á borginni,
þar sem hann átti heima. Það var svo erfitt að
bera það fram, að heimurinn hefur nú gleymt því.
Úlfar átti engan að í heiminum nema gamla
föðursystur. Mjög var hvin ágjörn og harðlynd, og
aklrei lét hún vel að Úlfari, nema bara á nýárs-
daginn, og ævinlega stundi hún þungan í hvert.
skipti, sem hún skammtaði honum.
Úlfar litli var svo hjartagóður að upplagi, að hon-
um þótti vænt um gömlu konuna þrátt fvrir allt
og allt. Ekki gat hann þó gert að því, að alltaf stóð
honum geigur af stórri vörtu, sem kerlingin hafði
á nefbroddinum; var hún skreytt með fjórum digr-
um hárum.
Ekki þorði sú gamla að senda Úlfar í hrepps-
ómagaskólann, því að allir í borginni vissu, að hún
átti hús og gamlan sokk fullan af peningum; en
skólagjaldið ragaði hún niður það sem hún gat.
Skólakennarinn varð argur af þessu, og eins því,
hve Úlfar var rifinn og illa til fara, og hann lét
það allt bitna á vesalingnum munaðarlausa. Refs-
aði hann Úlfari oft saklausum, og egndi jafnvel
bekkiarbræður hans gegn honum; voru það eink-
um ríkismannasynir, og höfðu þeir Úlfar að skot-
spæni. Dró hann sig oft út í horn og grét löngum
í einrúmi.
Nú leið að ió'um. Á aðfangadao- fór skólameist-
arinn til óttusöngs með alla lærisveina sína. Átti
hann svo að skila þeim öllum heim til sín að
endaðri messu.
Vetur var harður, og Iiafði snjór fallið að und-
anförnu. Komu því skóladrengirnir allir dúðaðir,
með niðurflettar hettur og í tveim eða þrem úlp-
um, með prjónaða belgvettlinga utan yfir glóf-
unum; einnig voru þeir í snjósokkum og þykkum
leðurskóm. Úlfar kom skjálfandi í sömu flíkunum
og hann hafði verið í allan veturinn sýknt og heil-
agt, og ekki hafði hann annað á fótunum en tog-
sokka og tréskó.
Félögum hans varð matur úr þessum jólaskrúða
Úlfars. Kepptust þeir um að sýna fyndni sína á að
henda gaman að honum. Úlfar hafði nóg að gera
að hugsa um kuldabólguna á fótunum á sér, og
svo önnum kafinn var hann að berja sér og blása
í kaun, að varla heyrði hann hvað þeir sögðu. Og
nú var lagt af stað til kirkjunnar.
Þegar messan var úti og hópurinn gekk út um
sáluhliðið, þá sáu menn hvar lítið barn sat á steini
og svaf. Það var í hvítum línklæðum og berfætt,
þrátt fyrir kuldann. Ekki var það þó betlari, því
fötin voru hrein og heil. Hjá því lá öxi, hornmæl-
ir, hringmælir og önnur trésmíðaáhöld. Stjörnu-
skin var og ljómaði himnesk blíða á litla andlit-
inu með lokuðu augun. Lokkarnir voru gvlltir og
mynduðu geislabaug um höfuðið, en sorglegt var
að sjá litlu, rauðu fæturna bera í desembernæð-
ingnum.
Skóladrengirnir í hlvju fötunum þrömmuðu
kæruleysislega framhjá ókunna barninu. Höfð-
ingjasonur einn úr borginni leit á umrenninginn,
og var svipurinn þrunginn af fvrirlitningu — fvrir-
litningu auðsins fvrir fátæktinni, óhófsins fvrir
hungrinu. Úlfar litli kom seinastur allra út úr
kirkjunni. Hann nam staðar fullur meðaumkunar
frammi fyrir litla yndislega barninu, þar sem það
svaf.
„Ó,“ sagði hann, „vesalingurinn litli, berfættur
í þessu veðri! Verst er bó að auminginn litli hefur
engan skó til að leggia til hb'ðar í kvöhl. begar
hann fer að hátta. Ef hann hefði hrenot, bótt ekki
væri nema tréskó. bá hefði Tesú-barnið gefið hon-
um eitthvað til að gleðia hann á ióhmum.“
Hrifinn af meðaumkun tók Úlfar skóinn af
hægri fætinum á sér, og lagði hann framan við Utla
barnið, og hökti svo sem hraðast hann gat á bó'gmt
fótunum, og dró togsokkinn í snjónum heim til
föðursystur sinnar.
„Ó, lítið á úrþvættið," sagði sú gamla, fokvond
af því að sjá hann koma heim skólausan á öðrum
fæti. „Hvað hefur jni gert af skónum þínum,
ómaginn þinn?“