Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 5

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 5
JÓLABLAÐ BARNANNA 5 aði ég út þriðja kertið', ég átti að iá jatnmörg og karlmennirnir, fannst mér, og tvær laufakökur, og hélt út í snjóhús með þetta. Þar bjó ég til skáp í vegginn, og geymdi þar kertið og aðra kökuna, en hinni hafði ég lokið meðan ég var að búa til skip- inn. Nú var kallað á mig, og ég gegndi. Það var systir mín. Hún gægðist inn um dyrnar eða gatið á snjó- húsinu og sagði mér, að nú mætti ég konra. Ég ætlaði strax að hlaupa, en liana langaði til að líta á húsið hjá mér. ,,Anzi er það laglegt," sagði hún, „en þú hefðir átt að hafa það stærra, svo að ég hefði getað átt það með þér.“ ,,Já, ég get þá byggt við það,“ sagði ég, „annars komumst við hér bæði fyrir, og ég ætla að bjóða þér hingað annað kvöld, það getur þá líka skeð, að ég verði búinn að byggja við það.“ Og svo skreið ég út. Fleiri voru forvitnir að sjá jólatréð en ég. Siggi vinnumaður var að gægjast inn um skráargatið, þegar við komum í frambaðstofuna. Nú var sagt, að ég væri kominn, og pabbi opnaði stofuna. Þarna stóð þá jólatréð! Ljómandi var það fallegt,, gi'æna tréð, með öllum, marglitu kertunum loganöi og svo allskonar skrauti. Sunrt voru hjartapokar allavega stykkjóttir á litinn, og í Jreirn voru rúsínur, svo voru kramarahús, rauð, blá og græn með grá- fíkjum, körfur með brjóstsykri og fleira sælgæti. Þetta átti ég að eiga, en systir mín hvíslaði að mér, að ég ætti að gefa fólkinu nreð mér, sitt lrylkið hverjum. Svo lréngu Jrarna líka sérstakar jólagjafir. Frá nrömnru var rósóttur kaffibolli, frá pabba pennastöng og reglustika, senr hann hafði sjálfur snríðað, og frá systur minni mappa nreð tíu bréfs- efnum, ein spil og blár og rauður blýantur. Ég var auðvitað í sjöunda himni. Svona skraut hafði ég ekki þekkt fyrr, og nú fór ég að þakka fyrir gjafirnar og svo að gefa vinnufólkinu, og það kyssti mig allt sanran fyrir. Allir glöddust yfir jólatrénu og öllum þótti svo ósköjr vænt um mig. En þegar glaumurinn og gleðitr stóðu sem liæst, var borið inn rjúkandi hangikjötið á stóru fati. og nú áttu allir að fara að borða. Listmálari í Ameríku sagði þannig frá aíreks- verkum sínum: „Einu sinni nrálaði ég hund svo náttúrlega, að hann fékk lrundapestina mánuði eftir að ég var búinn að búa hann tii. Einnig málaði ég ölflösku. Svo vel gerði ég það, að tappinn sprakk í háaloft, rétt þegar ég var að enda við hana. — Þegar ég var búinn að gifta nrig, þá málaði ég mynd af fyrsta barninu okkar. Hún var svo Ijós og lif- andi, að barnið hágrét, og konan mín flengdi Jrað, áður en lrún tók eftir að það var mynd.“ ★ Kona átti tvær litlar dætur, sem lágu í misling- um. Hún skrifaði ganralli og reyndri konu, og bað hana um ráð við veikinni. Gamla konan sktifaði óðara og gaf ráð, en hún þurfti einnig að skrifa annarri konu, sem hafði spurt hvernig hún ætti að fara nreð agúrkur. Nú vildi svo óheppilega til, að konan fór bréfavillt, og fékk því móðir telpnanna þessi ráð: „Leggið þær í edik. Sjóðið þær í þrjár klukkustundir. Saltið þær svo rækilega, og eftir nokkra daga verða þær orðnar góðar.“ ★ Dómarinn: Hvaða sönnun hafið þér fyrir því, að maðurinn hafi verið drukkinn?" Vitnið: „Hann fór með hjólhestinn sinn í læk- inn til að brynna honum.“

x

Jólablað barnanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.