Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 9
JÓLABLAÐ BARNANNA
9
reyndi að telja honum hughvarf; það gæti ekki
komið til mála, að hann svona lítill færi til kirkju
í náttmyrkri og tvísýnu veðri, enda skyldi honum
líða svo vel heima, sem frekast væru föng á. —
Ingvar fór að skæla.
Nú var fólkið ferðbúið, kvaddi með kossi, setti
á sig skíðin og hélt af stað. Það var ágætt skíðafæri.
Bræðurnir voru spölkorn á undan. Það var ferða-
hugur í þeim.
Ingvar horfði á eftir bræðrum sínum með tárin
í augunum. En þegar þeir voru farnir tók mamma
hans hann við hönd sér og leiddi hann inn í búr.
Þar setti hún fyrir hann disk með kleinum og
laufabrauði og fleira sælgæti, sem börnum til sveita
þykir mest til koma.
En Ingvar ætlaði sér ekki að bragða á því, svo
þungt var honum í skapi. En eftir því sem hann
horfði lengur á diskinn, fannst honum æ girni-
legra það sem á honum var. Loks tók hann eina
kleinuna og fór að narta í hana. — En hvað hún
var góð á bragðið! Hann tók aðra og svo koll af
kolli, og skapið léttist eftir því sem sælgætið minnk-
aði á diskinum. Og þegar ]>að var búið var mót-
lætið gleymt. Hann hljóp upp um hálsinn á
mömmu sinni, faðmaði hana að sér og þakkaði
henni fyrir góðgætið.
Nú fóru þau inn í baðstofu. Þar var faðir Ing-\r-
ars litla að lesa í gamla Biblíukjarnanum. Hann
tók nú Ingvar litla á kné sér, kveikti á jólakertinu
hans og fór að segia honum ýmsar gullfaliegar
jólasögur. Hann sagði honum nákvæmlega söguna
um litla barnið, sem fæddist í jötunni, um lofsöng
englanna við það tækifæri, og um ljómann kring-
um fjárhirðana. Og hann sagði þetta með svo hvers-
daeslegum og auðskildum orðum og lýsti öllum
staðháttum og atvikum svo vel, að Ingvar varð hrif-
inn af. Honum fannst hann vera sjálfur kominn
til staðarins og sjá með eigin augum, það sem pabbi
hans var að lýsa.
Þegar leið á kvöldið tók að snjóa, og áður en
varði var kominn glórulaus bylur.
— En í baðstofunni í Dal og í hjarta Ingvars litla
var innileg jólagleði.
Mamma afklæddi hann, og sat hjá honum um
stund og hélt áfram að segja honum ýmislegt af
helgiviðburðunum fornu. Að síðustu las hún með
honum kvöldbænirnar hans — og hann sofnaði með
ánægjubros á vörum.
Bræðurnir komu ekki heim um kvöldið, þeir
höfðu og gert ráð fyrir því, ef bylur yrði, svo for-
eldrarnir þyrftu ekki að óttast um þá.
Um morguninn, er þeir kornu heim, var Ingvar
kominn á fætur og var hinn glaðasti. Hann sá ekk-
ert eftir því að hafa ekki farið til kirkjunnar.
Þegar hann var orðinn stór, minntist hann oft
þessarar jó'anætur. Frá henni stafaði ein allra kær-
asta endurminning æskuára hans. Og hann gleymdi
henni aldrei.
Dans er sú íþrótt, að kippa það snarlega að sér
fótunum, að þeim sem dansað er við, gefist ekki
tóm til að stíga ofan á þá.
★
Ameríkumaður var á ferð í Englandi. Gömul
kona sat andspænis lionum í lestarklefanum. Ame-
ríkumaðurinn jórtraði í sífellu á tyggigúmmíi sínu,
og að stundu liðinni hallaði gamla konan sér í
áttina til hans og sagði: — Það er ákaflega fallega
gert af yður, að reyna að halda uppi samræðum.
en ég býst ekki við að það þýði mikið; ég er að
heita má heyrnarlaus.