Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 7

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 7
J ÓLABLAÐ BARNANNA 7 „Ég krefst einskis handa sjálfum mér, en ég má ekki láta þessi lyf af hendi við neinn, nema hann afsali sér einhverju á móti. Þú verður að láta fegurð þína fyrir vatn lífsins, erfðarétt þinn til hásætisins fyrir ávöxt heilbrigðinnar og brúði þína fyrir blóm kærleikans.“ Kóngssonur fórnaði upp höndum. Ó, hve líf föð- ur hans var dýrkeypt! Hann gat afsalað sér konungs- tigninni, en mundi Gerður elska hann, þegar hann væri búinn að missa fríðleik sinn. Hvað var um það að ræða, — hann hlaut af rnissa hana — það var þriðji og óttalegasti kosturinn, og þá var úti um alla hamingju hans í þessu lífi. „Nei, ég bjóst nú alltaf við því,“ sagði karlinn, „enginn hefur enn sem komið er gengið að þessunr kostum.“ „Jú, ég geng að þeim,“ sagði Svavar, en vafðist þó tunga um tönn. „Faðir minn á þetta hjá mér allt saman. Fyrir hann verð ég að leggja allt í söl- urnar, því að hann er ástríkasti og bezti faðirinn í öllum heimi.“ Karl kinkaði kolli við því. „Það er rétt, en þeir eru svo fáir, sem gjalda þakkir fyrir gæðin, sem þeim eru veitt." Karlinn sótti þrjú lítil skrín og opnaði þau. í einu lá lítil flaska full af vatni lífsins, í öðru lá angandi blóm og liinu þriðja blikandi gullinn á- vöxtur. Síðan tók karlinn upp öskju og í henni var lítil og svört kúla. „Þessa kúlu verður þú að gleypa,“ sagði hann, „annars færðu ekki lyfin, sem geta læknað föður þinn.“ Svavar gerði eins og honum var skipað fyrir, og fékk þá karlinn honum skrínin. Kóngssonur þakk- aði fyrir sig og tók þegar að klífa niður hamarinn aftur. En það veittist honum svo létt, að hann furðaði stórlega. Þó undraðist hann meira, þeg- ar hann var korninn niður að rótum hamarsins. Þá var brimgangurinn óttalegi horfinn með öllu, sjórinn orðinn sléttur eins og spegill, og fáeinar léttar öldur léku friðsamlega um hamarsræturnar. Hann leysti þá bátinn í snatri og að lítilli stundu liðinni var hann korninn heim í höfn. Þá varð honum litið við. Nú gekk fram af honum! Svörtu- loft voru horfin, það var eins og þau væru sokkin í sjó. Þegar hann lesti bátnum, varð honum litið nið- ur í sjóinn og varð þá heldur bylt við. Flann sá þar mynd af sjálfum sér. En hve hann var orðinn hræðilega ófríður! Hann andvarpaði þungan, en samt iðraði hann þess ekki, sem hann hafði gert. Hann einsetti sér þá að látast vera sendimaður frá sjálfum sér, því að hann var hárviss um, að enginn gæti þekkt hann Þegar liann kom til hallarinnar, þá fór sem hann grunaði. Enginn þekkti hann. En er hann sagði, að hann kæmi frá Svavari kóngssyni, með lyf handa hinum sjúka konungi, var honum leyfð innganga. Gamli konungurinn lá meðvitundarlaus. Var eigi annað sýnilegt, en lrann væri að dauða kom- inn. Gerður kraup við rekkju hans. Agnar stóð þar álengdar og átti tal við ráðgjafana. Þegar Svavar var leiddur inn í konungssalinn, og þeir, sem með honum voru, liöfðu gert grein fyrir, hvaðan hann kæmi, þá stóð hin unga brúður upp hvatlega. Agnar reyndi að leyna vonbrigðum sínum yfir því, að konungi hafði borizt hjálp. Gerður veitti kóngssyni nána athygii. „Hvers vegna kemur Svavar kóngsson ekki sjálf- ur?“ spurði Gerður. „Hann — hann er dáinn,“ svaraði Svavar. „Dáinn! Nei, nei, það getur ekki verið satt,“ sagði Gerður hrygg í bragði; en þá gat Agnar ekki stillt sig um að brosa sigurbrosi. Svavar varð óþolinmóður og mælti: „Náðuga ungfrú, notaðu lyfin þegar í stað, annars verður það ef til vill um seinan.“ „Já, já,“ svaraði hún og hellti nokkrum drop- um af vatni lífsins í munn konungi, og fór þá að örvast andardráttur hans. Hún lagði blóm kærleik- ans á brjóst hans og hljóp þegar roði í kinnarnar. Hann opnaði augun og leit í kringum sig. Og er hann hafði etið af ávexti heilbrisiðinnar, reis hann alheill á fætur. Þegar Svavar sá það, gleymdi hann sjálfum sér, hljóp til föður síns, en mundi þá samstundis eftir umskiptunum, er orðið liöfðu á honum, og ætlaði því að reyna að laumast hljóðlega burtu. En í þeim svifum hrópaði Gerður upp: „Hvers vegna fer þú, Svavar?“ Svavar sneri sér ósjálfrátt við. „Svavar er dáinn,“ sagði hann. „Nei,“ sagði hún. „Ég veit, að þú hefur látið fríð- leik þinn fyrir lyfin handa föður þínum, en ég þekkti þig strax á augunum og málrómnum.“ „Elsku sonur minn,“ sagði gamli konungurinn, „því lagðir þú svo mikið í sölurnar fyrir mig?“ „Atti ég ekki að gera það?“ spurði Svavar, hann sá, að hann gat ekki komizt hjá því að segja til sín. „Hefði ég ekki gert það, sem ég hef gert, ætti ég ekki skilið að heita sonur þinn.“

x

Jólablað barnanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.