Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 14

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 14
14 JÖLABLAÐ BARNANNA Úlfar kunni ekki að skrökva, og þó að angistarhrollur færi um hann af að sjá hár- in rísa á nefinu á kerlingunni, þá reyndi hann að stama út úr sér afdrifum tréskós- ms. Gamla konan rak upp voðalegan hlátur. „Og höfðinginn, tekur hann ekki skóna af fótunum á sér og gefur þá betlara, og höktir svo heim á sokkunum. Þetta er það versta, sem ég hef heyrt lengi. Ágætt, fyrst svona er kornið, þá ætla ég að setja tréskó- inn, sem þú kemur með, inn í reykháfinn, og í fyrramálið skal ég hýða þig með því sem Jesú-barnið gefur þér í nótt; og ekki skalt þú fá annað að borða á morgun en vatn og brauð. Eg ætla að sjá, hvort þú gef- ur flækingum skóna af þér næsta dag.“ Þessari ræðu fylgdu nokkrir snoppungar, og eftir það klifraði Úlfar upp í þakklef- ann sinn og háttaði; þar sofnaði hann úr- vinda af harmi á tárvotum koddanum. Um morguninn vakti frostnæðingurinn og hóstinn gömlu konuna. Hún fór á fæt- ur og brölti ofan stigann til að lífga við eldinn. Þá bar fyrir hana heldur en ekki undrasjón. í reykháfnum voru hrúgur af alls konar leikföngum og stórir pokar af indælustu sætindum, og framan við þetta allt saman stóð tréskórinn, sem Úlfar hafði gefið sofandi barninu, einmitt þar sem kerla hafði ætlað að láta vöndinn. Úlfar kom þjótandi ofan stigann og starði sem þrumu lostinn af undrun á alla þessa auðlegð. Rétt þegar hann ætlaði að fara að spyrja fóstru sína, hvernig á öllu þessu stæði, heyrðist hávaði úti á götunni, köll, hlátrar og ólæti. Gamla konan fór út til að komast eftir hvað urn væri að vera. Allir nágrannarnir stóðu í þyrpingu við brunninn. Það leyndi sér ekki, að eitthvað hafði borið til tíðinda, eitthvað óvanalegt. Öll börnin ríka fólksins höfðu þotið á fætur um morguninn, og átt von á að finna ljómandi jóla- gjafir í skónum sínum, en í þess stað höfðu þau fundið þar vendi. Þegar það bættist við fréttirnar, hvað Úlfar iitli hafði fengið í jólagjöf, þá varð undrunin ekki minni. Nú sló þögn á inannfjöldann, því presturin kom. Var mikil undrun á svip hans. Sagði hann, að á steininum, þar sem litla berfætta barnið hefði hvílt höfuðið sofandi, þar hefðu nú prestarnir fundið Gleðileg jólS gylltan hring alsettan gimsteinum greyptan inn í steininn. Allir krossuðu sig og þögðu, því nú skildist þeim, að sofandi barnið yndislega, með trésmíðaáhöldin, mundi hafa verið Jesús fi'á Nazaret, eins og hann var, þegar hann var að vinna á heimili foreldra sinna. Allir lutu höfði fyrir kraftaverkinu, sem Guð hafði gert til að launa miskunnarverk litla drengsins.

x

Jólablað barnanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.