Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 10

Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ BARNANNA Jí ólasí mskcytid Þau höfðu kafað snjóinn, Pétur og Gréta, og brotizt gegnum skaflana, sem vindurinn hafði hlað- ið yfir þveran þjóðveginn. Þau höfðu klifrað og klórað sig áfram upp eftir hlíðinni, þar sem ísbólstr- ar voru undir snjónum, og þau rifu sig til blóðs á berum höndunum, er þau runnu ofan hvað eftir annað, þangað til augun fylltust af tárum. F.n upp urðu þau að komast, hvað senr það kostaði, og það komust þau líka að lokum með herkjubrögð- um. Nú var takmarkinu náð; grönnum og gljáandi símaþræðinum, sem suðaði og hvein í vindinum. Hann var festur í girðinguna með dálitlum járn- flein, o.g lá þaðan milli símastauranna eins langt og augað evgði. „Ertu með bað?“ snurði Gréta. „Já, auðvitað. Nú skal ég svna þér, hvernig ég fer að því,“ svaraði bróðir hennar. Svo dró hann npo úr vasa sínum lítinn, bögglaðan bréfmiða. Á miðann var eitthvað skrifað nreð stórum, stirð- busalefrum stöfum, og um leíð og vindurinn baut hvínandi framhjá beim, gerði hann snögga lykkju á leið sína, til að gægjast í bréfið, og var það á þessa leið: „Mamma, okkur leiðist svo, að þú skulir ekki koma. Lína frænka er veik og vill ekki láta okkur fá nein iól, og okkur lano'ar svo til að bú komir heim aftur til Grétu litlu binn- ar og Péturs hjá Línu frænku á Lyngstöðum.“ Er það nú heimska, hugsaði vindurinn. Hvað ætla þau að eera með betta? Hann ætlaði alveg að rifna af forvitni, og hringsnerist utan um þau til að siá, hvað úr þessu yi'ði. „Heldurðu, að það kornist til skila?" spurði Gréta Iitla, og blés á króklonona fineur sína. „Tá, þó það væri. Til hvers heldurðu, að við höfum ritsíma?" sagði Pétur drýgindalega, og vafði miðanum vel og vandlega utan um vírinn. Svo ýtti hann honum af stað, en hann nam staðar rétt undir eins, og lá grafkyrr og hreyfðist ekki. Þvílíkir bjánar! hvæsti vindurinn. Skárri er það nú heimskan! Og hann hentist hátt í loft upp af undrun. Já, þvílíkt og annað eins! Þau halda þá, að jólasímskeyti séu send á þennan hátt. Þvílík heimska! Húj-hú! Nei, þá vissi liann eitthvað betur. Gréta litla fór að gráta. Miðinn fór ekki lengra. Hann komst þá aldrei til mömmu. „O, Pétur, Pétur, hvað eigurn við að gera?“ vein- aði hún. „Nú verða engin jól Iijá okkur!“ Þeim þótti báðum svo leiðinlegt og einmanalegt hjá Línu frænku, og söknuðu móður sinnar svo sárt. En hún var í Ameríku, svo langt, langt í burtu — til þess að annast pabba, sem hafði verið þar í mörg ár, og hafði nú* orðið veikur, en mamma hafði lofað að komameim fyrir jól — og nú voru jólin bráðum koxnin. Æ, hvað áttu þau að gera? Það urðu engin jól hjá Línu fi'ænku, jól án mömmu — nei, það urðu víst alls engin jól. Pétur hafði þó verið alveg viss um að símskeytið kæmist til mönnnu, og þá mundi hún eflaust konra. Þau störðu bæði hrygg í bragði á miðann, sem hékk grafkyrr á vírnum. En nú hafði vindurinn Itugsað sig ofui'lítið bet- ur um, og þá kenndi hann í brjósti um systkinin, og hugsaði með sér, að hann gæti í rauninni allt eins vel hjálpað þeim eftir mætti. Og húj— huúj, hvein í honum meðfram símavírnum, og hann feykti símskeytinu með sér eins Iangt og barns- augun eygðu. Það var eins og það færi alla leið til himins, og þá hlaut það líka að komast alla leið til mömnni í Ameríku. „Húrra!“ hrópaði Pétur. „Húrra!“ hrópaði Gréta litla. „Húj—huúj! Húrra!“ hvein vindurinn. Það var þá líka eins gott að hafa skemmtunina í kaupbæti, hugsaði hann með sér. „Nú vei'ða jól hjá okkur!“ sagði Pétur, og hopp- aði og skoppaði af kæti. „Og mamma kexnur heim!“ söng Gréta litla, og hoppaði líka — og þau hoppuðu og dönsuðu alla leiðina heim, og vindurinn dansaði á eftir þeim, og þeytti snjónum saman í langa skafla.

x

Jólablað barnanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablað barnanna
https://timarit.is/publication/1986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.