Jólablað barnanna - 01.12.1948, Blaðsíða 12
12
JÓLABLAÐ BARNANNA
Skyldi mamma þegar hafa fengið skeytið? Gréta
var þeirrar skoðunar, að svo væri, en Pétur sagði
henni, að það gæti varla verið styttri tíma en sól-
arhring að komast alla þessa leið. Hann sagði Grétu
að henni væri bezt að fara í rúmið, því mamma
gæti varla komið fyrr en á morgun, en þar sem
hann var eldri en hún, og auk þess karlmaður,
ætlaði hann að sitja hjá henni stundarkorn og
skrafa við hana.
Þegar þau höfðu rabbað saman um stund, var
klórað 1 hurðina. Pétur opnaði, því hann vissi,
að þarna rnundi kisa vera á ferðinni. Kisa gekk
rakleiðis að rúminu til Grétu, hoppaði upp í til
hennar, og hjúfraði sig upp að vanga hennar. Hún
var vön að gera þetta og vissi, að Gréta mundi
strjúka sér og gæla við sig eins og vani hennar var,
enda varð hún ekki fyrir vonbrigðum í þetta sinn.
Gréta hvíslaði allri sögunni í eyra kisu, og kisa
malaði og virtist brosa. Það var enginn vafi á því,
að kisa skildi, hvað um var að vera, og auðvitað
brosti hún í hughreystingarskyni til vinkonu sinnar.
Pétur fór að hátta. Hann leysti af sér skóna
og fór úr sokkunum, en sat síðan um stund og var
hugsi. Skyldi mamma hafa fengið skeytið? Hann
vonaði, að svo væri, en var samt ekki eins viss um
það og Gréta. Það gat alltaf eitthvað komið fvrir
símskevti á svona langri leið. Og þótt hún hefði
fengið skevtið, gat hún þá komizt alla bessa leið
heim að Lvngstöðum í tæka tíð fvrir jólin? Hann
vissi það alls ekki, en hann vonaði, að svo væri.
Það var orðið niðdimmt fyrir löngu. Ljósið á
kertinu þeirra virtist næstum verða að engu í öllu
þessu myrkri. Úti var ekki eins dimmt, því tandur-
hreinn sniórinn endurvaroaði daufu skini stiarn-
anna. Pétur gekk út að glugganum, og þrvsti nef-
inu út að rúðunni. En hvað var þetta? Var þetta
ekki vao-nliós, sem hann sá í fiarska? Og var það
ekki á hraðri ferð í áttina að Lvngstöðum? Jú,
það var ekki um að villast. Gat það verið, að. . .
,,Gréta!“ kallaði Pétur. „Það er vagn að koma á
flevgiferð."
Gréta þaut fram úr rúminu með kisu undir
hand’eggnum, og flvtti sér til Péturs.
„Æth það sé mamma?" hvíslaði hún, og tók and-
köf af eftirvæntingu.
„Við skulum koma niður og gæta að því,“ sagði
Pétur. Þau læddust af stað niður stigann; hann
berfættur með kertið í hendinn, og hún á nátt-
kió'num með kisu í handarkrika sínum. Þau luku
hurðinni hljóðlega upp, og konm út á tröppurnar
í sama bili og vagninn renndi x hlað.
Eríu dýravlnar?
Köttur var á bæ. Bæði vinnumennirnir og dreng-
irnir höfðu sér til gamans að erta hann og kvelja.
Einn af vinnumönnunum var þó freiustur í því
að finna upp nýja og nýja aðferð til að kvelja vesal-
ings köttinn.
Hann lét sér ekki nægja að toga í rófuna á hon-
um, heldur dró hann á henni, og þegar köttur-
inn mjálmaði af sársauka, þá skellihlógu þeir allir.
Einu sinni hugkvæmdist vinnumanninum að binda
rófu kattarins við stólpa. Aumingja kötturinn engd-
ist sundur og saman af kvölum, þegar hann var að
íæyna að losa sig. En vinnumennirnir og dreng-
ii'nir skemmtu sér og hlógu fíflslega.
En loksins varð þó endir á þessu.
Kötturinn fór að þekkja þessa kvalara sína og
einkurn þann, er lék hann verst. Einu sinni sem
oftar ætlaði hann að erta og kvelja köttinn, en þá
stökk kötturinn beint á hann og reif í annað auga
Iians, svo að læknir vai'ð að koma og taka það úr
honum.
Hefur þú gaiuan af að hrekkja skepnur? Vonandi
ekki. Það mun 1 íka veita þér miklu meiri ánægju
í lífinu að vera góður við mállevsingja. Slíkt er
gæfumerki. Sértu ekki dýravinur í dag, skaltu reyna
að verða það á morgun.
„Er það mamma?“ kallaði Gréta.
„Tá, mamma og pabbi!“
„Pabbi?“
„Pabbi líka?“
„Við fengum símskeytið."
„Fenguð þið það? Er það satt?“
„Ó, mamma!“
Svo gátu þau ekki sagt neitt meira, en lágu á
næsta vetfangi í faðmi foreldra sinna.
Og svo komu jólin, og þvílík og önnur eins jól
höfðu aldrei áður komið að Lyngstöðum, og þeim
jólum gleymdu þau aldrei, Pétur og Gréta litla.