Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 15
Sitkagreniplöntur i grýttum og gróðurlitlum mel, nokkrum árum eftir gróðursetningu. Áhrif áburð-
argjafar. Ljósm.: Stefán Nikulásson 1974.
gróðursettar, hafi Vinnuskólastúlkur gróðursett
33 þúsund. Og á hverju ári síðan liefur Vinnu-
skólinn átti mjög verulegan þátt í skógræktar-
starfinu á Heiðmörk. Fyrstu árin voru að
störfum 20—50 stúlkur, en hin síðari ár 200—
250.
Upp úr miðjum sjötta áratugnum var tek-
in upp sú nýjung í Fossvogsstöðinni að
planta tveggja ára (sáðbeðs) greniplöntum í
moldarpotta (seinna var aðferðin endurbætt
og henni beitt við fleiri plöntutegundir), og
sumarið 1957 voru í fyrsta sinn gróðursettar
plöntur með moldarhnaus á Heiðmörk, en með
því móti mátti halda gróðursetningu áfram
fram eftir sumri.
Kennarar Vinnuskólans hafa á hendi verk-
stjórn við skógræktarstörf unglinga undir yfir-
stjórn starfsmanna Skógræktarfélagsins. Einnig
aðstoða starfsmenn Skógræktarfélagsins á ýmsan
hátt, svo sem við aðdrátt og flutning á plönt-
um og áburði, og flutning á vinnuskúrum, sem
Vinnuskólinn leggur til. Vinnuskólinn annast
flutning á fólkinu til og frá vinnu.
Þáttur landnemanna í skógræktarstarfinu
hefur minnkað með árunum. Þó halda sumir
þeirra áfram störfum á hverju ári, og eru störf
þeirra seinni árin fremur fólgin í því að bera
tilbúinn áburð að plöntum en gróðursetningu,
en slík áburðargjöf ber yfirleitt góðan árangur.
Haustið 1958 var hafinn undirbúningur að
nýrri skógræktaraðferð á flötu grónu landi að
skoskri fyrirmynd. Var undirbúningurinn í
því fólginn, að stórum plógi, dregnum af
dráttarvél, var beitt á landið. Dýpt plógfars
15—20 cm, en bil milli strengja um \\/2 m.
Plógstrengurinn látinn velta á norðurbrún, og
því ávallt plægt í sömu átt Vorið eftir, 1959,
voru gróðursettar í plógförin á annað þúsund
plöntur.
Þessi tilraun þótti gefast vel, og tveimur ár-
um seinna, vorið 1961, var gróðursett í plógför
í samtals 10 ha lands, og er stærsta samfellda
plægða spildan vestan Hjallabrautar and-
spænis Strípshrauni um 6.7 ha.
Gróðursett er í plógfarið fremur nálægt
plógstrengnum, sem veitir plöntunni skjól.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
13