Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 38
EYÞÓR EINARSSON:
Villtar blómplöntur
og byrkningar í Heiðmörk
Eftirfarandi skrá yfir villtar tegundir blóm-
plantna og byrkninga í HeiSmörk er að miklu
leyti byggð á athugun sem höfundur skrárinn-
ar gerði á Heiðmerkursvæðinu fyrir Skógrækt-
arfélag Reykjavíkur sumarið 1956, en ýmis at-
riði í skránni eru þó byggð á athugunum á
síðastliðnu sumri og þessu vori.
Það þótti rétt að taka einungis í þessa skrá
þær tegundir sem vaxa villtar í Heiðmörk,
þ. e. sem borist hafa þangað af sjálfsdáðum
eða slæðst þangað með mönnum og eru orðnar
villtar þar nú þegar, eða auðsætt að verði
það á næstunni. Tegundir sem gróðursettar
hafa verið þar, eða sáð til af ásettu ráði vegna
uppgræðslu mela, eru aftur á móti ekki taldar
með, þó sumar þeirra séu einnig á góðri leið
að verða villtar þar, t. d. alaskalúpínan, því um
þær er fjallað í sérstökum kafla þessarar bókar.
í skránni eru alls 152 tegundir, en líklegt er
að ekki séu öll kurl komin til grafar enn
og nokkrar fleiri tegundir eigi eftir að finnast
á Heiðmerkursvæðinu, eða hafi jafnvel þegar
fundist þar án þess að mér sé kunnugt um það.
Það má í því sambandi geta þess, að á Reykja-
nesskagánum öllum hafa fundist villtar um
24 tegundir byrkninga og blómplantna, án
þess túnfíflar og undafíflar séu taldir með, og
ekki er ósennilegt að einhverjar fleiri þeirra
en þegar hafa fundist vaxi í Heiðmörk.
Villtar plöntur í Heiðmörk
Jafnaætt (LycopocLiaceae):
Skollafingur (Huperzia selago (L. Bernh.): Á
stöku stað í hraungjótum.
Mosajafnaætt (Selaginellaceae):
Mosajafni (Selaginella selaginoides (L.) Link.):
Víða á móabörðum.
Elftingaætt (Equisetaceae):
Klóelfting (Equisetum arvense L.): Allvíða.
Eski (Equisetum hiemale L.): Á stöku stað
innan um lyng.
Mýrelfting (Equisetum palustre L.): I mýrinni
meðfram Myllulæk.
Vallelfting (Equisetum pratense Ehrh.): Algeng.
Naðurtunguætt (Ophioglossaceae):
Tungljurt (Botrychium lunaria (L.) Sw.): Á
nokkrum stöðum á móabörðum.
Fjöllaufungsætt (Athyriaceae):
Fjöllaufungur (Athyrium filix-femina (L.)
Rotli.): f glufu milli stórra steina undir Hjöll-
um.
Tófugras (Cystopteris fragilis (L.) Bernh.):
Víða í hraungjótum.
Fjallaliðfætla (Woodsia alpina (Bolton) S. F.
Gray.): í smáglufu utan í hraunstrýtu í
Hólmshrauni.
Liðfætla (Woodsia ilvensis (L.) R. Br.): Á
stöku stað í Hólmshrauni.
Skjaldburknaætt (Aspidiaceae):
Þrílaufungur (Gymnocarpium dryopteris (L.)
Newman): Á nokkrum stöðum innan um lyng
og kjarr.
Einiætt (Cupressaceae):
Einir (Juniperus communis L. subsp. nana
Syne): Á stöku stað í kjarri.
36
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975