Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 52
skeið var þar allmargt sauðfé. Árið 1761 barst
þangað fjárkláðinn mikli. Endalokin urðu þau,
að árið 1778 var allt sauðfé í Gullbringu- og
Kjósarsýslu skorið niður og upprætt til þess
að útrýma fjárkláðanum. Næstu árin þar á
eftir mun skóglendið á Hólmi og Elliðavatni
hafa rjett allmjög við, sakir friðar þess, er
það naut um tíma.
Höfuðból.
Árið 1812 selur konungur Páli Jónssyni
klausturhaldara Elliðavatn ásamt 2 kúgildum.
Kaupverðið var 639 ríkisdalir og 81 skildingur.
Litlu síðar mun Páll lrafa keypt Vatnsenda,
en hann var seldur, ásamt 4 kúgildum, á 1384
ríkisdali. Þessar jarðir hafa síðan verið í eigu
einstakra manna, þangað til Reykjavíkurbær
keypti Elliðavatn, en Hólmur er ennþá þjóð-
jörð. Á jörðum þessum hefur oft verið búið
með mikilli rausn á öldinni sem leið. Áhöfn
hefur þvx oft verið mikil og örtröðin í Elliða-
vatnsheiðinni og Hólmshrauni farið í vöxt,
eftir því sem á öldina leið.
Næstur á eftir Páli klausturhaldara bjó Jón
hreppstjóri Jónsson á Elliðavatni, fram til
1859, en að honum önduðum settist Benedikt
Sveinsson, yfirdómari, að á Elliðavatni, og bjó
hann þar fram til 1876. Síðan hafa ýmsir búið
þar, en fáir um langt skeið.
Útigangur og örtröð.
Eftir að Rafveita Reykjavíkur keypti jörð-
ina, hefur núverandi ábúandi leigt hluta af
henni fjáreigendum úr Reykjavík, og hefur
áhöfnin undanfarin ár verið þessi: 1938, 308
kindur; 1939, 310 kindur; 1940, 360 kindur.
Fje þessu hefur að miklu leyti verið ætlað að
lifa á útigangi í Elliðavatnsheiðinni og hraun-
um þar suður af. Enda er nú svo komið, að
Elliðavatnsheiðin stórskemmist af uppblæstri
á hverju ári. í hvassviðri standa moldarstrók-
arnir úr öllum börðum og rofum. Kjarrið
hefur færzt nokkuð í vöxt er sauðahald lagð-
ist niður á jörðunum í nágrenninu, jafnframt
því sem menn tóku að gefa fje meira inni en
áður. En á allra síðustu árum hefur kjarrinu
farið stórkostlega aftur, einkum í nánd við
Elliðavatn. Verði framhald á sauðfjárbúskap
á Elliðavatni með sama sniði og verið hefur,
er ekki annað fyrirsjáanlegt en að landið stór-
skemmist og eyðist mjög þegar á næstu árum.
Almenningur og sumarskemmtistaður.
Skógarleifarnar í landi Hólms, Elliðavatns
og Vatnsenda eru einu kjarrleifarnar, sem
nokkuð kveður að í nágrenni Reykjavíkur.
Landslag á þessum slóðum er víða undur fag-
urt. Bæjarbúa skortir tilfinnanlega almenning,
friðsælan stað, þar sem þeir geta varið frí-
stundum sínum. Reykjavíkurbær á Elliðavatn
og honum hefur boðizt endurgjaldslítið mikil
spikla úr Hólmshrauni, Jxar sem mestu skógai'-
leifarnar eru. Skógarkjarrið á þessum slóðum
mundi taka miklum framförum og verða að
skógi, ef friðunar nyti við. Það hlýtur því að
vera áhugamál allra bæjarbúa, að hafizt verði
handa um friðun þessa lands, og landið jafn-
framt gert að sumarskemmtistað handa bæjar-
búum.
Allt er þá þrennt er.
Árið 1909 var vatn leitt úr Gvendarbrunn-
um í Hólmslandi til Reykjavíkur. Síðan hafa
Reykvíkingar teygað af þeirri heilsulind. Árið
1921 voru Elliðaár beizlaðar og rafmagn leitt
til Reykjavíkur. Um langt skeið var vatnið úr
landi áðurnefndra þriggja jarða aðalljósgjafi
Reykvíkinga.
Væri nú vel til fallið að greiða nokkra vexti
af þessum fríðindum með jxví að friða landið
árið 1941, svo að komandi kynslóðir Reykvík-
inga megi teyga að sjer ilminn og svalandi blæ-
inn úr „lundi nýrra skóga".
(Hinar sögulegu heimildir hjer að framan
eru úr óprentaðri ritgerð eftir Einar E. Sæ-
mundsen skógarvörð, um Elliðavatn og sögu
þess.)
50
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975