Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 56

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Blaðsíða 56
Radulum orbiculare (skrápsveppur). Ljósni.: H. Hg. blóðrauður við þrýsting eða skerðingu. Gróin 6-9 x 3-5 n- Líkist oft St. rugosum allmikið, en þekkist frá honum bæði á vaxtarstaðnum (barrtré) og mun þynnri gerð, enda er hann talinn einær. Hérlendis hefur hann aðeins fundist á furu í giimlum trjáreit við Grund í Eyjafirði (H. og F. Roll-Hansen, 1972-73). St. sanguinolentum er kunnur að því að valda toppskemmdum (toppfúa, norska: topp- ráte) í barrviðum, einkum rauögreni, i Skand- inavíu. Er talið að hann leiti í ýmiss konar sár á trjánum, t. d. toppbrot af völdum snjóa. Einnig getur hann lagst á felldan barrvið, og valdið litun og e. t. v. fúa í honum. Um skaða af hans völdum hér á landi hefur ekki frést, enda líklegt að hann hafi enn mjög litla útbreiðslu. Stereum murrai (Berk. et Curt) Burt. (= Cystostereum murrai (B. et C.) Pouz.) (= St. tuberculosum Fr.). Hans er getið héðan af Rostrup 1903 (St. tuberculosum), frá Hálsskógi í Fnjóskadal. Eintak þetta er til í grasasafni Náttúrufræði- stofnunar Islands í Reykjavík. Eg hef skoðað það, en ekki getað fengið staðfestingu á því, að um þessa tegund sé að ræða, né heldur aðrar tegundir, sem héðan eru þekktar, enda er það í meira lagi torkennilegt. Skrápsveppirnir (Radulaceae) einkennast af því að yfirborð gróbeðsins er alþakið tönn- um eða vörtum og minnir því ekki alllítið á hákarlsskráp, en á sumum tegundum eru rif eða garðar á gróbeðnum. Annars er svepp- urinn skóflaga, allur m. e. m. fastvaxinn við undirlagið, sem er vanalega trjástofnar eða stubbar af trjám. Að sumu leyti minna skrápsveppirnir á broddsveppina (Hydnaceae), en tennurnar eru þó aldrei eins reglulega lagaðar, og skráp- sveppirnir mynda aldrei neins konar hatta eins og broddsveppir. Þetta er fremur fábreytilegur flokkur með fáum ættkvíslum, en tvær jieirra eru til hér á landi, og hvor með aðeins einni tegund, þ. e. Radulum orbiculare og Phlebia radiata. Radulum orbiculare Fr. (= Radulum ra- dula (Fr.) Lunc & Gill. = Hyphoderma radula (Fr.f Donk.). Hann myndar Ijósgular eða gulbrúnar, m. e. m. hringlaga skellur, sem eru nokkrir cm að þvermáli, alsettar smátrjónum eða tönnum, sem eru m. e. m. óreglulegar, um 2—3 mm liáar, og sitja oftast þétt saman í nokkuð afmörkuð- um reitum. Skrápsveppurinn vex nær alltaf á hálffún- um stofnum eða trjágreinum, sem liggja niðri í skógsverðinum, og venjulega á neðra borði þeirra, en kemur einnig fyrir á dauðum grein- 54 ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.