Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1975, Side 31
JÓN JÓNSSON:
Heiðmörk, jarðfræðilegt yíirlit
Frá sjónarmiði jarðfræðings er það einkum
tvennt, sem einkennir Heiðmörk en það eru
hin mörgu misgengi og sprungur í berggrunn-
inum annars vegar og hraunin hins vegar.
Segja má að það séu misgengin, sem öllu
öðru fremur móta landslagið í Mörkinni sér-
staklega þó vestantil en að austan og sunnan
verða hraunin nær einráðandi.
Fyrsta jarðfræðikortið, sem gefur nokkra
mynd af Heiðmörk, gerði þýskur jarðfræðingur
Konrad Keilhack (1925) árið 1924 og kom það
út ári síðar. Svo er að sjá sem fáir hafi vitað um
þetta kort og þá jarðfræðilegu lýsingu svæð-
isins umhverfis Reykjavik og Hafnarfjörð, sem
því fylgdi og óhætt er að fullyrða að allur
almenningur hefur ekki vitað að það er til.
Ekki er mér svo kunnugt um nokkrar tilraun-
ir til jarðfræðilegrar kortlagningar á þessu svæði
fyrr en að Atvinnudeild Háskólans og Reykja-
víkurborg í sameiningu gangast fyrir slíkri
kortlagningu. Var það verk unnið
sumurin 1954 og 1955 af Tómasi Tryggva-
syni (1958) og þeim er þetta ritar og undir
stjórn þess fyrrnefnda. Ekki kom þó kortið
út fyrr en 1958. Hvað Heiðmörk varðar vant-
ar suðvesturhluta þess svæðis á kortið. Það kom
í minn lilut að kortleggja suðurhluta svæðis-
ins, sem okkur var falið að kortleggja, en því
svæði voru af öðrum takmörk sett.
Það kom því í minn hlut að kortleggja
Heiðmörk og fór ég þá nokkuð út fyrir til-
skilið svæði og eru þau drög að jarðfræðikorti
enn í mínum fórum. Síðar gerði ég svo sérkort
af bergsprungum og misgengjum á svæðinu
austan við Reykjavík og Hafnarfjörð og hafa
smækkaðar myndir af því verið birtar á
nokkrum stöðum (Jónsson 1965, 1973) og kem-
ur Heiðmörk þar við sögu. Loks eru hraunin
syðst og austast í Heiðmörk sýnd á sérkorti,
sem út kom 1972 (Jónsson 1972). Verður nú
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1975
vikið að einstökum atriðum í jarðfræði Heið-
merkur.
Berggrunnur
Sem berggrunn verður hér litið á það berg,
sem til var fyrir siðustu ísöld og ber þess óræk
vitni að jökull hefur yfir landið farið. Verð-
ur að því vikið síðar.
Samkvæmt þessu er berggrunnur Heiðmerkur
grágrýti en á nútíma fræðimáli er tekið að
nefna það ólivíntholeit eða jafnvel þóleít að
enskri fyrirmynd, sem raunar er hæpin af
þeirri einföldu ástæðu að nafnið er upprunn-
ið í Þýskalandi og kennt við ákveðna myndun
í Saar-Nahe svæðinu í Þýskalandi (Rosen-
busch 1907). Grágrýtið er hraun, sem runnið
hafa frá eldstöðvum, sem virkar voru á hlý-
skeiði eða hlýskeiðum milli ísalda hins
kvartera jökultima. Heiðmerkurgrágrýtið, það
sem sést á yfirborði, er væntanlega runnið á
hlýskeiðinu, sem var næst á undan síðustu
ísöld, en talið er að henni hafi lokið á þessu
svæði fyrir um það bil 10.000 árum, (sjá síð-
ar).
Svo virðist sem mest af grágrýtishraunun-
um kringum Reykjavík, sé komið frá Borgar-
hólum — á Mosfellsheiði (Jónsson 1972c), en
ekki sýnist líklegt að Heiðmerkurgrágrýtið
sé þaðan komið þó ekki verði auðveldlega
séður munur á gerð þess og Borgarhólagrá-
grýtisins. Mér sýnist þvert á móti mjög líklegt
að á síðasta hlýskeiði hafi verið virk eldstöð,
að öllum líkindum dyngja, einhvers staðar á
svæðinu vestan við Bláfjöll milli þeirra og
Grindaskarða. Þaðan hafa hraun runnið
norður og suður, niður um Heiðmörk og
út tim nes. Þaðan sýnist mér líklegast að
grágrýtið í Heiðmörk sé ættað og eins það,
29